Hrekkjavaka, Vináttuþema og fleira í Frostheimum

 í flokknum: Frostheimar

Að venju er búið að vera mikið líf og fjör hjá okkur í Frostheimum undanfarna daga og vikur! Við byrjuðum októbermánuð á vísinda-og tilraunaviku og í kjölfarið fylgdi þemavika sem einkenndist af vináttu.

Í vináttuvikunni var boðið upp á að taka þátt í leynivinaleik, þar sem þeir sem tóku þátt áttu að gleðja leynivin sinn með einhverju smáræði þá viku, hvort sem það var vinaband, listaverk úr perlum eða teikning. Einnig vorum við með samvinnuleiki í íþróttaheimi, vinabandagerð í Loftheimum og sýndum bíómyndina Stóri vinalegi risinn svo eitthvað sé nefnt.

Frostheimabúar héldu svo upp á Hrekkjavökuna 31. október þar sem ógurlegar og flottar furðuverur mættu til leiks þann daginn. Draugahúsið sem krakkarnir í Fjarkanum sáu um var mjög vel sótt, sem og danspartýið í Íþróttaheimi og andlitsmálunin sem boðið var upp á í Teiknihorni. Virkilega vel heppnaður og skemmtilegur dagur!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt