Frostheimar koma vel út úr ytra mati

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Óflokkað

Frostheimar komu vel út úr ytra mati sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs framkvæmdu ásamt Þóru Melsted í maí 2017.

Í matinu kom meðal annars fram að mikil jákvæðni ríki gagnvart stjórnendum og börn, starfsfólk og foreldrar í rýnihópum voru ánægð með samskiptin við þá.

Meginstef ytra mats á frístundastarfi er það sama og á öðrum stofnunum skóla- og frístundasviðs, að matið sé leiðbeinandi, framfara- og umbótamiðað og stuðli að betra skóla- og frístundastarfi.

Leiðarljós matsins er það sama og sviðsins í heild; að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Hægt er að skoða ytra matið í heild sinni í hlekknum hér að neðan.

 

ytra-mat-frostheima-2017

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt