Frístundaheimilið Skýjaborgir

Frístundaheimilið Skýjaborgir hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1. og 2. bekk í Vesturbæjarskóla. Skýjaborgir eru starfræktar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:40-17:00 og eru staðsettar við Vesturvallagötu 10-12.  

Forstöðukona Skýjaborga er Laufey Hrönn Jónsdóttir, hronn@rvkfri.is

Aðstoðarforstöðukona Skýjaborga er Bergljót Klara Benjamínsdóttir, klaraben@rvkfri.is. 

 

Skýjaborgir is an organized after school program for kids in 1st and 2nd grade in Vesturbæjarskóli. The program begins at the end of a regular school day at 13:40 and ends at 17:00 and housed at Vesturvallagata 10-12.

Director of Skýjaborgir is Laufey Hrönn Jónsdóttir, hronn@rvkfri.is

Assistant director of Skýjaborgir Bergljót Klara Benjamínsdóttir, klaraben@rvkfri.is

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Halldóra J Hafsteinsdóttir
  Halldóra J Hafsteinsdóttir Frístundaleiðbeinandi
  • Magnea Magnúsdóttir
   Magnea Magnúsdóttir Frístundaleiðbeinandi
   • Klara Benjamínsdóttir
    Klara Benjamínsdóttir Aðstoðarforstöðukona
    • Jóhann Karlsson
     Jóhann Karlsson Frístundaleiðbeinandi
     • Grímkell Orri Sigurþórsson
      Grímkell Orri Sigurþórsson Frístundaleiðbeinandi
      • Lárus Óli Pétursson
       Lárus Óli Pétursson Frístundaleiðbeinandi
       • Mikael Luis Gunnlaugsson
        Mikael Luis Gunnlaugsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón
        • Inga Lilja Jónsdóttir
         Inga Lilja Jónsdóttir Frístundaleiðbeinandi
         • Jónas Þór Rúnarsson
          Jónas Þór Rúnarsson Frístundaleiðbeinandi
          • Yoana Fuenmayor Giraldo
           Yoana Fuenmayor Giraldo Frístundaráðgjafi
           • Laufey Hrönn Jónsdóttir
            Laufey Hrönn Jónsdóttir Forstöðukona

            Sími: 690-9202

           Leiðarljós og gildi
           Aðgerðaráætlun

           Aðgerðaráætlun 2018-2019

           Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst-21.ágúst. Hér á eftir munum við lista upp helstu verkefnin og viðburðina sem eru í hverjum mánuði starfsársins fyrir sig. Þess ber að gæta að þessi listi er ekki tæmandi eða bindandi, enda er starfið okkar lifandi vettvangur sem tekur mið af þörfum þess barna- og starfsmannahóps sem hjá okkur er. Hann á þó að gefa góða mynd af því hvernig við vinnum og hvernig við setjum framangreind markmið og áhersluþætti í framkvæmd í raunverulegum verkefnum. Ávallt er boðið upp á útiveru, hreyfingu og frjálsan leik í bland við fjölbreyttar smiðjur, klúbba og þematengd verkefni. Með þessu móti náum við góðu jafnvægi á milli þess að leyfa börnunum að njóta sín með félögum sínum og sinna sínum hugðarefnum þegar formlegri dagskrá skólans sleppir og  að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína náttúrulega forvitni og skapandi hugsun þannig að þau fái það mesta út úr veru sinni í frístundaheimilinu. Áhersla er lögð á það að styðja við lestrarnám barnanna með óformlegum hætti, svo sem með því að hafa gott aðgengi að bókum í frístundaheimilinu og með því að hafa ritmálið sýnilegt í umhverfinu, m.a. með því að merkja helstu hluti og rými í starfinu með bæði orðmynd og mynd. Þannig náum við líka að styðja við og ýta undir markvisst íslenskunám hjá börnum sem ekki eru með íslensku að móðurmáli. Við erum einnig dugleg að nýta okkur bókasöfnin í hverfinu og erum í góðu samstarfi við skólabókasafnið.

           Við vinnum út frá hugmyndafræðinni um virkt barnalýðræði þar sem við leitum fjölbreyttra leiða til að fá fram sjónarmið og raddir barnanna og notum við til þess fjölbreyttar leiðir. Eitt af því sem við gerum er að hafa hugmyndakassa / ipad þar sem þau geta sett hugmyndir og tillögur til starfsmanna hvenær sem þeim dettur í hug og úr þeim er unnið. Við minnum reglulega á hugmyndakassann og bjóðumst til að aðstoða börnin við að koma hugmyndum sínum í kassann. Á starfsmannafundum förum við yfir hugmyndir og reynum að framhvæma þær eftir bestu getu.

           Við erum dugleg við að nota opinn efnivið og flétta tækninni inn í starfið okkar þannig að krökkum gefist færi á að fá sem flesta snertifleti við verk-, tækni- og listnám. Við leggjum áherslu á skapandi verkefni, hvort sem er í stuttum smiðjum eða lengri klúbbum og reynum að flétta saman skapandi vinnu og verklegri vinnu þar sem þau þjálfast í meðferð áhalda, s.s. með skartgripagerð, tálgun, ljósmyndum o.s.frv.

            Ágúst

           • Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun. 07.08.
           • Kynningarbæklingur sendur í pósti 13. ágúst. ,,Velkomin í frístundaheimilið þitt“
           • Síðasti dagur í sumarfrístund 20.08
           • Starfsdagur frístundaheimila Tjarnarinnar 21.08
           • Skólasetning 22.08.- Lokað á Skýjaborgum
           • ágúst opnar Frístundaheimilið Skýjaborgir fyrir börn sem hafa fengið pláss.
           • Ráðning nýrra starfsmanna.
           • Valkerfið sett af stað – teknar myndir af börnunum.
           • Tekið á móti börnum og þeim kynnt starfið og starfsfólkið í Skýjaborgum, farið í gildin okkar.
           • Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.

           September

           • Fréttabréf gefið út
           • Foreldrakynning í Vesturbæjarskóla fyrir börn í 1. bekk
           • Hópastarf byrjar
           • Kynnum vináttuþjálfunarverkefnið fyrir starfsmönnum
           • -21. Sept. Hreysti og vellíðunarvika- fyrsta sameiginlega þemavika frístundaheimila Tjarnarinnar

           Október

           • Opið hús á Skýjaborgum
           • Heill dagur
           • Vísinda og tilraunavika 08. – 12. 10
           • Fræðslunámskeið fyrir starfsmenn
           • Hrekkjaváka
           • Vetrarfrí 18,19 og 22.10. Lokað á frístundaheimilinu
           • Smiðjudagur Starfsmanna 22.10
           • Fjölskylduviðburður í vetrarleyfi í boði Tjarnarinnar 18.10.

           Nóvember

           • Kynna barnasáttmála sameinuðu þjóðanna
           • Heill dagur 3. Nóv
           • Barnasáttmálavika og réttindagönguvika 19. – 23.11. Þriðja sameiginlega þemavika FH Tjarnarinnar.
           • Baráttudagur gegn einelti. Unnið með eineltisfræðslu og forvarnir.
           • Undirbúningur fyrir jólabasar

           Desember

           • Jólaföndur og jólagleði
           • Jólabasar 6. De.s Unicef.
           • Fréttabréf barnanna kemur út
           • Langir dagar í jólafríi
           • Skýrslugerð

           Janúar

           • Janúar heill dagur
           • Ráða nýja starfsmenn ef þarf
           • Klúbbastarf hefst um miðjan mánuð
           • Hugmyndavinna fyrir Barnamenningahátíð
           • 26, 29, 30 janúar – heilir dagar

           Febrúar

           • Klúbbastarf heldur áfram
           • Fjölmiðlalæsisvika – Fjórða sameiginlega þemavika frístundar 11 – 15. 02
           • Skráning á umsókn.fristund.is vegna Skólaárs 2019 – 2020
           • Foreldrakaffi
           • Vetrarleyfi 25. 26. 02.Mars
           • Vika fjölbreytileikans – sameiginlega þemavika 11 – 15.03
           • Öskudagskemmtun 06. 03.

           Apríl

           • Heilir dagar um páska
           • Undirbúningur sumarstarfs
           • Sumardagurinn fyrsti 25.04.
           • Barnamenning 23 – 26 og opið hús fyrir foreldra
           • Heilir dagar í páskafríi 10, 11,12 og 18 apríl
           • Undirbúningur fyrir kassabílarallý
           • Kanna sérstaklega þörfina hjá foreldrum stuðningabarna á þjónustu í sumar
           • Kynna sumarstarfið

           Maí

           • maí lokað
           • Kassabílaþema
           • Kassabílarallý 31.05
           • Göngutúrar og áhersla á útiveru

           Júní

           • 06 starfsdagur
           • Sumarstarf hefst 11. 06
           • Heildagsvistun tekur við
           • Áhersla á útiveru og stuttar ferðir
           • Sumarfrístunda byrjar

           Júlí

           • LOKAÐ

            

           Gjaldskrá

           Þjónusta

           Mánaðaverð

           Síðdegishressing

           Samtals 

           Vistun 5 daga 13.413 3.872 17.285
           Vistun 4 daga 10.937 3.101 14.038
           Vistun 3 daga 8.442 2.321 10.763
           Vistun 2 daga 5.956 1.561 7.517
           Vistun 1 daga 3.461 791 4.252
           Lengd viðvera 2.013

            

           Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun í frístundastarfi borgarinnar (yfir vetrartímann) er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

           Þá er veittur systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/sértæks félagsmiðstöðvastarfs þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/sértæku félagsmiðstöðvastarfi ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu.

           Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 2.013 á dag og er þá talað um lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum/sértæka félagsmiðstöðvastarfinu frá kl. 13.40-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

           Röskun á skólastarfi

           • Frístundaheimilið Skýjaborgir
           • Vesturvallagötu 10-12, 101 Reykjavík
           • 411-5730/695-5053/664-7657
           • skyjaborgir@reykjavik.is
           Contact Us

           We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

           Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt