Fjölmiðlalæsisvika í Frostheimum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frostheimar

Þessa vikuna var fjölmiðlalæsisvika hjá okkur hér í Frostheimum. Við veltum fyrir okkur spurningum á borð við hvað eru fjölmiðlar og hvaða áhrif gætu snapchatstjörnurnar haft á okkur og okkar kauphegðun? Við skoðuðum myndir sem teknar hafa verið í matvörubúðum til að sjá hvaða vörur eru í okkar augnhæð og horfðum jafnframt á myndbönd sem auglýsa dót og vörur sem höfða til okkar.

Það sköpuðust skemmtilegar umræður þar sem mörg barnanna höfðu sögur að segja í tengslum við það sem við skoðuðum og ræddum. Einnig fengu foreldrar og forráðamenn sendar hugmyndir að því hvað væri hægt að ræða við börnin í tengslum við fjölmiðla og fjölmiðlalæsi.

Í valinu buðum við meðal annars upp á að horfa á alls kyns auglýsingar á youtube og velta þeim fyrir okkur og upp á Merkjakeppni (Logokeppni) en þar giskuðu börnin á það fyrir hvað ákveðin merki standa.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt