Fjölmiðlalæsisvika í frìstundaheimilum Tjarnarinnar // Media Literacy in after-school care

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frístundaheimili (6-9ára)
English below

Nú er fjölmiðlalæsisvika í öllum frístundaheimilum Tjarnarinnar. Í vikunni munum við virkja börnin í að vera gagnrýnin á það stanslausa áreiti fjölmiðla- og markaðsafla sem þau verða fyrir á hverjum degi.

Ef þið viljið taka þátt í þessu með okkur, þá eru hér nokkrir gagnlegir punktar til að nota heima:

  • Við elskum þessa síðu: https://www.commonsensemedia.org – á henni er hellingur af fróðleik sem kemur að fjölmiðlanotkun og fjölmiðlalæsi barna og unglinga. Einnig getið þið getið leitað að kvikmyndum, þáttum, tölvuleikjum, öppum og fleiru sem þið viljið vita eitthvað meira um.
  •  Spyrjið börnin hvort þau viti hvað fjölmiðlar eru. Ef þau vita það, spyrjið þau hvort ákveðnir fjölmiðlar séu upplýsandi (t.d. fréttir og fræðirit), stjórnandi (t.d. auglýsingar) eða afþreying (t.d. margar kvikmyndir og tölvuleikir). Hvers vegna er þetta efni þar sem það er? Hvetjið börnin til að spyrja spurninga um allt sem tengist fjölmiðlum, hvar og hvenær sem er.
  • Horfið saman á kvikmyndir. Eftir að myndin er búin, talið um hvað þið sáuð í myndinni og hvernig ykkur líður. Einnig er hægt að stoppa myndina í ákveðnum atriðum og tala um þau. Þið getið líka gert þetta með fleiri miðla, t.d. tölvuleiki og öpp.
  • Farið saman í búðina og fáið börnin til að finna út hvað er verið að reyna að selja þeim. Spyrjið börnin afhverju kex ætlað þeim er ekki efst í hillunum svo þau nái ekki í það, heldur í þeirra augnhæð. Skoðið sérstaklega kex, nammi og morgunkorn. Þið getið líka tala um pakkningarnar, litinn á þeim og myndir. Þetta er einn angi þess sem kallast á ensku „Pester Power“, þar sem að vörur ætlaðar börnum eru settar í þeirra augnhæð svo þau biðji foreldra sína um að kaupa þær.
  • Skoðið með börnunum auglýsingabæklinga (eða fréttablöð) sem berast inn um lúguna. Skoðið hvort er verið að markaðsetja eitthvað út frá kyni og talið um það. Þetta getur verið góð umræða svona rétt fyrir Öskudaginn.

Við vonum að eitthvað af þessu komi að góðum notum.

Það er Eyrún Eva Haraldsdóttir forstöðumaður í Undralandi sem leiðir vinnuna

Media Literacy Week – useful tips for parents

//

This week is Media Literacy Week in all of Tjörnin afterschool programs. That means that we are going to help the kids to be critical of all the media they consume and face every day.

If you want to take part in this with us, here are some useful tips to use at home:

  • We love this site: https://www.commonsensemedia.org. On this side are lots of information about children’s and youth’s media use and media literacy. You can also search movies, TV shows, video games and apps and read more about them.
  • Ask your children if they know what media is. If they know, ask them if some media are informative (news, books etc.), persuasive (ads, billboards etc.) or entertaining (many movies, video games etc.). Why is this content here? Encourage them to ask questions about everything related to the media.
  • Go to the store and let the kids find out what media is trying to sell them. Ask the kids why the cookies intended for children are not on the top shelves, so they cannot reach them, but at their eye level. Take special notes to the cookies, candy and cereal aisle. You can also talk about the packages, their colors and pictures. This is called Pester Power, as children products are placed at their height, so they can see them and ask their parents to buy them.
  • Watch movies together. After the movie, talk about what you saw and how you feel about it. You can also stop the movie at certain times and talk about some scenes. You can also do this with other things, like video games and apps.
  • View ad brochures (or newspapers) that comes to your mailbox. Check if something is being marketed just for girls or boys and talk about it. This may be a good discussion now when Öskudagur is coming up.

We hope that some of these tips can be useful.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt