Febrúar í Eldflauginni

 í flokknum: Óflokkað

Febrúar var tileinkaður þjóðsögum hjá okkur í Eldflauginni þannig að við hengdum upp nokkrar íslenskar þjóðsögur í Tunglinu sem börnin gátu lesið að vild og gerðum ýmislegt í smiðjum tengt þjóðsögum. Meðal annars var lesin lýsing á hinum ýmsu kynjaverum sem fyrirfinnast í þjóðsögum hérlendis og börnunum falið að setja myndir af þeim niður á blað. Börnin skoðuðu einnig þjóðsögur annarra menningarheima og gerðu sínar eigin.

Barnastarf Tjarnarinnar tók fjölmiðlalæsi fyrir eina viku í febrúar og Eldflaugin tók að sjálfsögðu þátt í því starfi. Í þeirri viku fræddumst við um beinar og óbeinar auglýsingar, gerðum fréttir og heimsóttum útvarpstöðin KissFM sem voru svo væn að taka á móti okkur og leyfa okkur að fylgjast með hvernig útvarp virkar.

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt