Nóvember í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Nóvember hefur verið viðburðarríkur mánuður í Eldflauginni. Eftir Hrekkjavökufjör októbermánaðar tóku við tiltölulegar rólegar tvær vikur en svo hófst fjörið að nýju. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnaði 29 ára afmæli sínu þann 20.nóvember og því var sú vika tileinkuð réttindum barna í öllu barnastarfi Tjarnarinnar. Eldflaugin var með fræðslu um réttindi barna, muninn á réttindum og forréttinum og fleira í þeim dúr – dulbúna í formi leikja og óformlegra umræðna. Föstudaginn 23.nóveber fylktu síðan börnin úr 2.bekkjum frístundaheimila Tjarnarinar liði niður Skólavörðustíginn. Gangan endaði í Þjóðleikhúsinu þar sem þau afhentu forsætisráðherra og fulltrúa borgarstjórnar áskorun um að standa vörð um réttindi barna.

Það verður síðan stutt á milli stunda hjá okkur en við erum nú farin á fullt að undirbúa jólin og þá sérstaklega jólamarkað Tjarnarinnar sem verður haldinn í Tjörninni fimmtudaginn 6.desember. Börnin eru um þessar mundir á fullu að skreyta piparkökur og búa til annan varning sem verður til sölu. Allur ágóði mun síðan renna óskertur til UNICEF.

 

November has been eventful in Eldflaugin. We had two rather quiet weeks after the Halloween fun at the end of October before we started again. The UN‘s Convention on the Rights of the Child celebrated its 29th anniversary, 20th November. That week was, therefore, dedicated to children‘s rights in all of Tjörnin‘s After School centres. We in Eldflaugin spent that week learning about children’s rights, the difference between rights and privileges, and more. This was of course disguised in games and informal discussions. To close the week all of the children in 2nd grades of Tjörnin marched down Skólavörðustígur to Þjóðleikhúsið. Once there they handed an entreaty to guard the rights of children to the prime minister and a representative of the city council.

Now, we have started preparing for Christmas. Especially the Christmas Market which will be in Tjörnin on Thursday 6th December. These days the children are decorating cookies and making other merchandise which will be for sale. All profits will go to UNICEF.

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt