Vika 6 // Week 6

 í flokknum: 100og1

– English below –

Vikuna 1. – 5.febrúar höldum við í félagsmiðstöðvum borgarinnar viku 6 hátíðlega. Vika 6 er kynheilbrigðisvika og er markmið okkar að fræða unglingana okkar um allt mögulegt er varðar kynheilbrigði. Þetta árið er þema viku 6 „kynlíf.“ Við höfum því lagt auka áherslu á kynfræðsluna, fræðslu um getnaðarvarnir, kynþroskann og verið til taks til að svara spurningum þeirra um kynlíf.

Á opnunum höfum við horft á frábær myndbönd á ungrúv https://www.ruv.is/ungruv/  og starfsfólkið leitt umræður með unglingunum um innihald myndbandanna. Einnig höfum við boðið upp á trúnó þar sem þau geta spurt starfsfólk nafnlausra spurninga um kynlíf. Sköpunarkrafturinn í 100&1 er aldrei langt undan og því höfum við boðið unglingunum að vatnslita myndir sem sýna, tákna eða vísa í kynlíf. Við bjóðum þeim að skoða allskyns kynfæri sem starfsfólkið hefur fundið með það að markmiði að sýna fram á að kynfæri eru ekki öll eins. Fjölbreytileikinn var í fyrirhúmi og prentaði starfsfólkið út myndir af kynfærum sem voru margskonar á litinn, af ýmsum stærðum og gerðum, intersex kynfæri, umskorin typpi og margskonar fleiri kynfæri.

Á samfélagsmiðlum höfum við deilt kynfræðsluefni og leggjum ríka áherslu á að efnið taki mið af fjölbreytileika. Spurningakeppni á instagram um staðreyndir í kynlífi, reikningar sem deila uppbyggilegu kynfræðsluefni, fróðleiksmolar frá starfsfólki 100&1 er meðal þess sem við höfum birt á samfélagsmiðlum. Viðbrögð unglinganna hafa verið virkilega góð og er greinilegt að þau hafa þörf fyrir að ræða þessi málefni.

Vika 6 er orðin uppáhalds vikan okkar í 100&1 og ætlum við að nýta okkur átakið til að halda kynfræðslunni gangandi allt árið!

 

//

 

During the first week of February (1st – 5th), we in Reykjavík´s youth clubs celebrate week 6. Week 6 is a week where we create awareness of sexual health and our goal is to educate our teenagers about everything possible regarding sexual health. This year the theme of week 6 is “sex.” We have therefore placed more emphasis on sex education, contraceptive education, puberty and been available to answer their questions about sex.

During the openings, we watched great videos on ungrúv https://www.ruv.is/ungruv/ and the staff led discussions with the teenagers about the content of the videos. We have also offered taboo talks where they can ask the staff anonymous questions about sex. We are always creativity in 100&1 so we have invited the teenagers to watercolor pictures that show, represent or refer to sex. We invite them to examine all kinds of genitals that the staff has found with the aim of showing that not all genitals are the same. The diversity was paramount and the staff printed out pictures of genitals of various colors, shapes, sizes, intersex genitals, circumcised penises and many more.

On social media, we have shared educational material on sex and place great emphasis that the material takes into account diversity. A quiz on facts about sex on instagram, accounts constructive sex education material, bits of information from staff in 100&1 are among the things we have published on social media. The teenagers’ response has been really good and it is clear that they have a need to discuss these issues.

Week 6 has become our favorite week in 100&1 and we are going to take advantage of the campaign to keep the sex education going all year round!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt