Vegna innritunar í grunnskóla og frístund 2021 // Enrolment into schools and after-school centres 2021

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Miðvikudaginn 3. mars kl. hefst innritun fyrir börn í Reykjavík sem eru að fara í 1. bekk
grunnskóla og á frístundaheimili, haustið 2021. Innritun fer fram á Rafrænni
Reykjavík
. Umsóknin heitir: Umsókn í grunnskóla og frístundaheimili fyrir börn í 1. bekk.

Frá og með 3. mars verður einnig hægt að sækja um á frístundaheimili fyrir börn sem eru að
fara í
2.- 4. bekk og í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir börn með skilgreinda fötlun sem eru að
fara í
5. – 10. bekk. Innritun fer fram á https://fristund.vala.is/umsokn/#/

Ef kemur til biðlista vegna manneklu eru árgöngum boðin hlutavistun þangað til fullmannað er á
frístundaheimilinu. Börn í 1. bekk fá fyrst samþykkt pláss, því næst 2. bekkur og svo framvegis.


Athugið að öll innritun hefst á sama degi en verður ekki tvískipt eins og hefur verið undanfarin
ár.


Innritun allra skólaskyldra nemenda sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í
Rafrænni Reykjavík (
Umsókn um skólaskipti). Ekki þarf að skrá sérstaklega nemendur 6. og
7. bekkja þegar nemendahópar flytjast í heild milli skóla.


Samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar eiga
foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Nemendur með lögheimili
í tilteknu skólahverfi eiga afdráttarlausan rétt á skólavist í hverfisskóla og því forgang, ef skóli þarf
að takmarka nemendafjölda. Skóli tekur inn nemendur utan skólahverfis nema húsnæði hamli eða
aðrar lögmætar ástæður. Í þeim tilvikum þegar er vafi á því hvort nemandi utan skólahverfis fær
pláss í þeim skóla sem hann sækir um í gæti orðið einhver bið eftir svari.
Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru á
Foreldravefnum.

//

Enrollment in school and after-scool centres/special youth centres for the 2021-2022 school year

On Wednesday 3rd March, enrollment opens for children that are starting their first year at school and after-school in Autumn 2021. Enrollment is online at Rafræn Reykjavík

The application is called: School Application.

From 3rd March it will also be possible to apply for a space at an after-school centre for children that are going into 2nd-4th Year and for children at special youth centres for children with disabilities that are going into 5th-10th Year. Enrollment is at https://fristund.vala.is/umsokn/#/

If a waiting list is made due to low staffing levels, then children will be offered fewer days until the centre is fully staffed. Children in the 1st year are accepted first, then 2nd year and so on.

Please be aware that all enrollment/registration opens on the same day and will not be separate as before.

Enrollment for all students in compulsory education that need to change schools for the new school year is done at Rafræn Reykjavík (School Change Application). No application is required when all Year 6 and/or Year 7 students are required to change school.

According to regulations on schools, enrollment and registration in Reykjavík, parents have the option to apply to any school in the city. Children with a legal address within the catchment area of a school have the right to a space at their neighbourhood school and are prioritised over children from another area if the school needs to limit the amount of students it accepts. Schools will accept students from other areas unless there is a lack of physical space (school buildings) or other legitimate reasons. In cases where there is a doubt as to whether a student outside of the catchment area will get a place, there may be some delay in getting an answer.

Further information can be found at the Parent’s Web

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt