Valsvæði í Frostheimum

Forsíða / Valsvæði í Frostheimum

Valsvæði Frostheima eru þónokkur og eru þau staðsett í stóra húsinu og húsunum fyrir aftan. Einnig nýtum við Frostheimaplanið, litla gervigrasið og skólalóð Grandaskóla í valinu okkar.

Á hverjum degi er það val sem er í boði skrifað á töfluna inni í Kaffiheimi og jafnframt settar merkingar á valtöfluna í anddyrinu þar sem Frostheimabúar velja sér valsvæði.

Kaffiheimur: Í Kaffiheimi er venjulega einn starfsmaður sem kennir spil og passar að allir séu með spilafélaga. Það eru 20-30 spilapláss í Kaffiheimi.
Í Kaffiheimi spilum við borðspil sem staðsett eru í spilahillunni okkar.

Bókasafn Frostheima: Á bókasafninu okkar er einn starfsmaður og 10-16 pláss. Eins og á öllum flottum bókasöfnum er úrval bóka á ýmsum tungumálum auk þess sem hægt er að nota heyrnahlífar við lesturinn.
Við erum með bók mánaðarins og bjóðum upp á skráningarmöppu þar sem hægt er að skrá hjá sér hvaða bók er verið að lesa og á hvaða blaðsíðu maður er.

Legoheimur: Í Legoheimi er einn starfsmaður og 16 pláss. Í Lego er frjáls leikur og sköpunina sína má geyma í hillunum út vikuna. Á föstudögum tökum við allt legoið saman og byrjum upp á nýtt á mánudögum.

Teikniheimar: Í Teikniheimi er einn starfsmaður og 16 pláss. Þar teiknum við frjálst, litum og vinnum með ýmiskonar þemaverkefni og föndur.

Perluheimur: Í Perluheimi er einn starfsmaður og 16 pláss. Þar er perlað allt frá litlum Minecraft fígúrum í stór perlusamvinnuverkefni.
Straudagar eru á þriðjudögum og föstudögum. Verkefnin sín má geyma út vikuna.
Við sturtum öllu ókláruðu á föstudögum og byrjum upp á nýtt á mánudögum.

Listaheimur: er staðsettur í stóra húsi og í Listaheimi er einn starfsmaður og um 12-14 börn. Þar er skapandi svæði þar sem unnið er með margs konar tegundir af málningu og ýmsar gerðir af öðrum efniviði sem listafólk Frostheima skapar ótrúlegustu listaverk úr.

Íþróttaheimur: þar er mikið stuð. Venjulega er einn starfsmaður og um 20 pláss. Við eigum stútfullt herbergi af alls kyns tækjum og tólum og fullt pokahorn af skemmtilegum leikjum.
Í íþróttaheimi er alltaf fyrir fram ákveðið hvaða leikir eru í boði auglýst er í valstund. Samvera fer einnig fram í Íþróttaheimi.(Fánana tvo eiga Taekwondo deild KR en þau eru með salinn fyrir æfingar seinnipart dags).

Dótaheimur/Kubbaheimur: er notalegt svæði í stóra húsinu þar sem er einn starfsmaður og 12-14 pláss.
Þar eru einingakubbar, kaplakubbar, pluskubbar, glerkúlur, trélest, dýr og bílar. Playmodót og Sylvaniandót.
 Loftheimar: í Loftheimum er einn starfsmaður og 12-16 pláss í hvert skipti. Í Loftheimum föndrum við, gerum skartgripi, saumum bangsa, spilum Ævintýraspilið og gerum vinabönd svo eitthvað sé nefnt. Loftheimar eru húsið okkar númer 3.

Jarðheimar: eru staðsettir í húsi nr.2.  Þar erum við með sjónvarp og leikjatölvur. Þar að jafnaði einn starfsmaður og 16 pláss.  ‘Ýmist er horft á mynd, fræðslumyndbönd á Youtube, spilað í playstation eða nintendo switch.

Eldheimar: Í Eldheimum, húsi nr.1 er 1-2 starfsmenn og allt frá 12-20 pláss, allt eftir viðfangsefni dagsins. Þar er ýmiskonar val í boði, spilað bingó, borðspil eða leirað.
Í Eldheimum spreyta börnin sig einnig við bakstur og ýmsa eldamennsku.

Sólheimar: Í Sólheimum sem staðsettir eru í einum af húsunum okkar er einn starfsmaður og 14 pláss. Þar eru allir búningarnir okkar, ýmsir fylgihlutir, búð, kubbasett og svið. Frjáls leikur er vinsælastur en stundum erum við með tískusýningar, setjum upp stutt leikrit, förum í látbragðsleik og leiklistarklúbbur hefur aðsetur í Sólheimum.
Við tökum alltaf við fleiri skemmtilegum flíkum í búninga safnið okkar

Jökulheimar: eru í sama húsi og skrifstofa okkar forstöðukvenna, staðsett við hlið Sólheima.
Þar er reglulega boðið upp á hlutverkaleikinn Varúlf og við notum Jökulheima sem valsvæði þar sem notalegt er að vera í litlu rými með um 10-12 pláss.
Þar ræður venjulega einn starfsmaður ríkjum.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt