Útilega félagsmiðstöðva Tjarnarinnar

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn

Sumarstarf félagsmiðstöðva Tjarnarinnar hefur verið stórskemmtilegt það sem af er af sumri. Í síðustu viku var farið í útilegu með 8.-10.bekk og var förinni heitið í Hernámssetrið í Hvalfirði þar sem hópurinn tjaldaði. Farið var í sund, leiki, grillað góðan mat, grillað sykurpúða og farið í göngutúra enda umhverfið þarna í kring einstaklega fallegt.

Það rigndi á köflum en krakkarnir létu það ekki á sig fá og skemmtu sér vel.

Það er nóg framundan í unglingastarfinu, við hvetjum öll til þess að skoða dagskrána í sínu hverfi.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt