Úrslit í Sögukeppni Frostheima 2019

 í flokknum: Frostheimar

Úrslit í Sögukeppni Frostheima 2019: alls sendu 11 börn inn 11 sögur og sat dómnefnd að störfum við lestur og vangaveltur allan gærdaginn.
Reglurnar voru að sagan varð að vera minnst 150 orð að lengd og tengjast mynd sem börnin fengu afhenta við skráningu.
Sagan Hafþór hetja eftir Matthildi Helgu bar sigur úr býtum.
Sagan þykir hafa allt sem góð saga þarf að hafa og uppfyllti öll skilyrði sem sett voru í keppninni.
Við óskum Matthildi innilega til hamingju 🎉
Matthildur hlýtur að launum bókina Skarphéðinn Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins, söguteninga og gjafabréf í Ísbúð vesturbæjar.
Sagan mun svo hanga í Lestrarhorni Frostheima.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt