Unglingar Vesturbæjar og Seltjarnarness koma saman

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frosti

Á Öskudaginn ,miðvikudaginn 26. febrúar, fór fram íþróttadagur Hagaskóla og Valhúsaskóla. Íþróttadagurinn fór fram í íþróttahúsi Seltjarnarness og öttu skólarnir kappi í fjölmörgum keppnisgreinum.

Keppt var í þrautabraut, körfubolta, reipitogi, handbolta og fótbolta og skiptust sigrarnir nokkuð jafnt á milli skólanna. Húsfyllir var í íþróttahúsinu, allt fór vel fram og voru nemendur til fyrirmyndar.

Nemendaráð skólanna komu alfarið að undirbúningi dagsins í samstarfi við starfsmenn félagsmiðstöðvanna Frosta og Selsins á Seltjarnarnesi.

Um kvöldið var ræðukeppni á milli skólanna þar sem umræðuefnið var „List er hætt að vera frumleg“ og mæltu Hagskælingar með en Valhýsingar á móti. Eftir ræðukeppnina fór fram sameiginlegt ball í Hagaskóla og voru úrslit dagsins tilkynnt á ballinu. Valhúsaskóli fór heim með sigurinn og fer því farandsbikarinn út á Seltjarnarnes í fyrsta sinn í 8 ár.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt