Umhyggjusiðfræði í Undralandi

 í flokknum: Birta á forsíðu, Undraland

Í þessari viku höfum við rætt inntak umhyggjusiðfræði á barnamáli í Undralandi. Umhyggjusiðfræði er stefna frá 20. öld og hefur verið nátengd ýmsum femínískum hreyfingum. Hún ítrekar að umhyggja sé dyggð og leggur áherslu á sambandsrækt.

Fyrir börnunum höfum við kynnt myndlíkingu sem hefur reynst okkur afar góð þegar kemur að því að ræða félagslegan ágreining við börnin. Við segjum þeim að fólk sem deilir sama rými tengist ósýnilegum böndum og að þessi bönd séu sérstaklega sterk á milli góðra vina. Það skiptir engu hvort vinirnir séu aðskildir um stund eða til lengri tíma, þessi bönd tengja þá saman hvert sem þeir fara. Við styrkjum böndin með því að tala fallega um hvert annað og gera skemmtilega hluti saman. Við veikjum þau með því að tala ljótt um hvert annað og skilja út undan. Í versta falli slitna böndin. Gott er að styrkja sem flest bönd og mynda þannig sterka liðsheild.

Dags daglega skulum við spyrja okkur: Hvernig get ég styrkt ósýnilegu böndin?

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt