Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla // Let’s talk! Porn is not sex education – Request for participation in focus groups.

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

-English below-

Íslensk ungmenni og unglingar hafa lengi kallað eftir aukinni kynfræðslu og þyrstir í þekkingu á því hvernig byggja eigi góð ástarsambönd. Kynfræðsla sem fyrst og fremst snýr að líffræðilegum hluta kynlífs og/eða þungunum og hvernig koma megi í veg fyrir þær er ekki líkleg til að byggja upp sjálfstraust og þekkingu á eigin löngunum og þörfum. Fagaðilar hafa rekist á að unglingar leiti í klám til að verða sér út um vitneskju eða svala forvitni og vitum við að klám er ekki kynfræðsla. Kynfræðsla þarf að vera heildræn og taka á líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og félagslegum þáttum kynheilbrigðis. Forráðamenn barna eru misjafnlega undir það búnir að veita börnum sínum heildstæða kynfræðslu. Með því að færa foreldrum fleiri verkfæri í verkfærakistu sína og benda á leiðir til að opna umræðuna um klám má stíga mikilvæg skref í átt að árangursríkri og öflugri vinnu með kynheilbrigði unglinga. Kynheilbrigði er mikilvægur þáttur í heilbrigði einstaklings og kynlíf sem veitir ánægju eykur lífsgæði.

Frístundamiðstöðin Tjörnin í samstarfi við Stígamót, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, RannKyn: Rannsóknarstofa um menntun, jafnrétti og kyngervi og Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar eru að hefja vinnu að þróunarverkefninu tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla. Við viljum leita til foreldra og forsjáraðila við gerð fræðslunnar því við viljum búa til skýr og framkvæmanleg skref sem þau geta nýtt sér til þess að taka umræðuna um klám heima fyrir.

Við erum að leita að foreldrum og forsjáraðilum barna og unglinga til þess að taka þátt í rýnihópum. Um er að ræða eitt skipti þar sem þátttakendur myndu hitta aðstandendur verkefnisins svara spurningum og gefa endurgjöf. Viðtölin verða tekin á tímabilinu 30. september – 8. október, þau taka um 40 mínútur og verða tekin á milli klukkan 16-18 á daginn. Ef þig langar til þess að taka þátt í rýnihópi þætti okkur ofboðslega vænt um að þú myndir senda okkur póst á póstfangið eva.halldora.gudmundsdottir@rvkfri.is. Einnig er þér velkomið að senda spurningar ef þig langar að forvitnast um verkefnið.

Við erum ótrúlega spennt að vinna þessa fræðslu í góðu samstarfi við foreldra og forsjáraðila og þannig stuðla að kynheilbrigði unglinganna okkar!

Fyrir hönd teymisins,
bestu kveðjur,
Eva Halldóra Guðmundsdóttir.

//

Young people and teenagers in Iceland have long called for more sex education and are thirsty for knowledge on how to build good relationships. Sex education, which primarily deals with the biological part of sex and / or pregnancy and how to prevent it, is not likely to build self-confidence and knowledge of one’s own desires and needs. Professionals have found that some teenagers look to pornography for knowledge or quench their curiosity, and we know that pornography is not sex education. Sex education needs to look at the whole picture and address the physical, mental, emotional and social aspects of sexual health. Guardians of children are differently prepared to provide their children with comprehensive sex education. By bringing parents more tools into their toolbox and pointing out ways to open up the discussion about pornography, important steps can be taken towards successful and vigorous work with adolescent sexual health. Sexual health is an important part of a person’s health and sex that provides pleasure increases the quality of life.

The Tjörnin Leisure Center in collaboration with Stígamót, the University of Iceland School of Education, RannKyn: Laboratory for Education, Gender Equality and Gender Equality and the City of Reykjavík Gender Equality School are starting work on the development project, let’s talk! Pornography is not sex education. We want to look to parents and guardians when preparing an information packet because we want to create clear and feasible steps that they can use to take the discussion about pornography at home.

We are looking for parents and guardians of children and adolescents to participate in focus groups. This is a one-time event where participants would meet the people in charge of the project, answer questions and give feedback. The interviews will be taken from September 30th to October 8th, they take about 40 minutes and they will be taken at 16:00-18:00 during the day. If you would like to take part in a focus group, we would love for you to send us an e-mail to eva.halldora.gudmundsdottir@rvkfri.is. You are also welcome to send questions if you would like to inquire about the project.

We are incredibly excited to work on this projects with parents and guardians and thus promote good sexual health of our teenagers!

On behalf of the team,
best regards,
Eva Halldóra Guðmundsdóttir.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt