Aðgerðaráætlun 100og1 2021-2022
Inngangur
Félagsmiðstöðin 100og1 heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Félagsmiðstöðin 100og1 þjónustar börn á aldrinum 10-16 ára í Miðborginni og er staðsett í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla.
Forstöðumaður er Gissur Ari Kristinsson og aðstoðarforstöðumaður er Sigrún Soffía Halldórsdóttir. Starfsmenn eru tíu, margir með fjölbreytta reynslu og menntun.
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2022 – 2023 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar https://reykjavik.is/sites/default/files/menntastefna_rvk_20x20-lores22.02.pdf og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/sfs_fristundastefna_2017_web.pdf.
Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu.
Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2022 og gildir til 31. ágúst 2023.
Félagsmiðstöðin 100og1 fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.
Opnunartímar:
5.bekkur
Mánudagar kl. 14:00-15:30
6.bekkur
Þriðjudagar kl. 14:00-15:30
7.bekkur
Miðvikudagar kl. 14:00-15:30
Föstudagar (10-12 ára):
Kl. 17:00-18:30
8.-10. bekkur
Mánudagar:
Dagopnun kl. 16:00-13:10
Kvöldopnun kl. 19:30-22:00
Þriðjudagar:
Hádegisopnun kl. 12:40-13:10
Miðvikudagar:
Dagopnun kl. 16:00-18:00.
Kvöldopnun kl. 19:30-22:00
Félagsmálaval 100og1 og Austó Lýðræðisval 14:00-14:40
Fimmtudagar:
Skólaviðvera kl. 12:40-13:10
Föstudagar:
Kvöldopnun kl. 19:30-22:00
Auk þess bjóðum við upp ýmsa skipulagða hittinga og fundi hjá hópum og klúbbum utan hefðbundins opnunartíma ef þess er óskað af unglingunum.
Félagsmiðstöðin 100og1 fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu.
Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.
Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi
Framtíðarsýn
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlist börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag.
Leiðarljós
Barnið sem virkur þátttakandi
Fagmennska og samstarf
Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.
Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
Gildi
Fjölbreytileiki – með opnum hug opnast dyr!
Umhyggja – okkur er ekki sama!
Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Megináherslur menntastefnu:
Megináherslur frístundastefnu:
Megináherslur starfsskrár frístundamiðstöðva:
Aðgerðaráætlun 2021-2022
Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst 2021-21.ágúst 2022
Ágúst
September.
Október.
Nóvember
Desember
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Hér vantar efni