Tjörnin hlýtur tvenn hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2019

 í flokknum: Birta á forsíðu

Á uppskeruhátíð frístundstarfs í Reykjavík, Höfuð í bleyti sem haldin var í morgun hlaut Tjörnin tvenn hvatningarverðlaun af fjórum sem að skóla- og frístundráð veitti í ár.

Verkefnið Velkomin í frístundaheimilið þitt hlaut verðlaun fyrir metnaðarfulla bók sem send var til allra barna sem byrjuðu í frístundaheimilum Tjarnarinnar haustið 2018. Bókin er afar aðgengileg, einföld og á góðu myndmáli. Það voru þau Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnastarf í Tjörninni og Sævar Steinn Guðmundsson, grafískur hönnuðu sem sáu um allt ferli bókarinnar.

Verkefnið Essið í félagsmiðstöðinn Frosta hlaut einnig verðlaun. Essið er sértækt hópastarf í félagsmiðstöðinni Frosta þar sem stelpur í 10. bekk læra hvernig notkun dagbóka eykur sjálfsskilning. Mikið er lagt upp úr sjálfsmildi, sköpun og jákvæðum samskiptum í gegnum æfingar, dagbókarskrif og aðra listsköpun. Markmið hópastarfsins var að búa til rými fyrir stelpurnar til að tjá sig, spyrja spurninga, leika sér, skapa og fara út fyrir þægindarammann. Verkefnið vann Kristín Dóra sem lokaverkefni í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Það voru þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, frístundaráðgjafi, og Brynja Helgadóttir, aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöðinni Frosta sem erum umsjónarkonur með verkefninu og veittu verðlaununum móttöku.

Einnig voru nokkur framsækin verkefni starfsstaða Tjarnarinnar kynnt sem lesa má nánar um undir hverri mynd.

Við erum afar stolt af okkar faglega og flotta fagfólki í frítíma.

 

Essið Essið er sértækt hópastarf í félagsmiðstöðinni Frosta þar sem stelpur í 10. bekk læra hvernig notkun dagbóka eykur sjálfsskilning. Mikið er lagt upp úr sjálfsmildi, sköpun og jákvæðum samskiptum í gegnum æfingar, dagbókarskrif og aðra listsköpun. Markmið hópastarfsins var að búa til rými fyrir stelpurnar til að tjá sig, spyrja spurninga, leika sér, skapa og fara út fyrir þægindarammann. Sagt verður frá verkefninu, hvernig gekk og hvernig má nýta það frekar.
Kristín Dóra Ólafsdóttir, frístundaráðgjafi, og Brynja Helgadóttir, aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöðinni Frosta kynntu.

Velkomin í frístundaheimilið þitt – Steinunn Gretarsdóttir segir frá verkefninu.
Allir verðandi 1. bekkingar sem voru að byrja í frístundaheimilum Tjarnarinnar fengu bókina Velkomin í frístundaheimilið þitt senda heim í pósti áður en skólaganga þeirra og þar með dvöl í frístundaheimilinu hófst. Sagt var frá tilurð bókarinnar, hönnunarferlinu, markmiði og tilgangi með henni. Alls voru gefnar út sex útgáfur af bókinni, ein fyrir hvert frístundaheimili sem þjónar 1. bekk í Tjörninni.

Essið – Kristín og Brynja veita verðlaunum móttöku frá meðlimum sfs ráðs, þeim Alexöndru og Þorkeli.

Hópastarf fyrir stráka í 6. bekk í Háteigsskóla/ félagsmiðstöðinni 105
Hópastarfið fór fram í 6 vikur, einu sinni í viku á skólatíma í samráði við kennara og skólastjórnendur. Fyrst og fremst var lögð áhersla á jákvæð og heilbrigð samskipti í hópnum. Auk þess var fjallað um vináttu og vægi orða í daglegum samskiptum og samskipti á netinu og samfélagsmiðlum.
Kristófer Jónsson, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni 105 kynnti

Night Game“ Night Game er æsispennandi rat/eltingaleikur sem tvinnar saman spennuelting, gáfur og fjör! Leikurinn verður kynntur og sagt frá undirbúningi þessa stórskemmtilega leiks sem er samstarfsverkefni milli félagsmiðstöðvanna Frosta og 100&1. Jessý Rún Jónsdóttir, frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni 100&1 kynnir verkefnið — at Gerðuberg.

Steinunn Gretarsdóttir og Sævar Steinn Guðmundsson veita verðlaunum móttöku fyrir verkefnið Velkomin í frìstundaheimilið þitt. Hér með Alexöndru og Þorkeli úr sfs ráðinu

„Má ég vera með?“ Unnur Tómadóttir, formaður í Eldflauginni kynnir.
Fjallað var um markvissa félagsfærniþjálfun fyrir börn sem þurfa á því að halda á frístundaheimilinu Eldflauginni sem falla ekki endilega að þeim hópi sem fær úthlutað stuðningi frá Kringlumýri (þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra). Börnin hittust í smærri hópum einu sinni í viku yfir tíu vikna tímabil. Þá var byrjað á að fara í grunnfærni eins og að hlusta á aðra og skiptast á í samræðum, yfir í vináttu- og leiðtogafærni.

„Selsvarpið“ Í frístundaheimilinu Selinu var byrjaði að taka upp hlaðvarpsþætti með börnunum sl. janúar. Selsvarpið er hlaðvarpsþáttur þar sem börnin í Selinu ræða sín á milli um það sem skiptir þau máli. Hér verður farið yfir aðdragandann, útfærsluna og útkomuna.
Björn Þór Jóhannsson, forstöðumaður í frístundaheimilinu Selinu kynnti

Hvatningarverðlaun skóla – og frístundaràðs 2019

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt