Tjörnin hefur hæfileika

 í flokknum: 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Miðvikudaginn 27.nóvember var hæfileikakeppnin Tjörnin hefur hæfileika haldin í hátíðarsal Háteigsskóla fyrir félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar. Alls voru ellefu atriði í keppninni og öll hvert öðru flottara. Sýndir voru spilagaldrar, k-pop dans, söngatriði, spunasöngur, liðleikasýning og margt margt fleira. Hópar frá félagsmiðstöðvunum fjölmenntu á keppnina til að hvetja sitt fólk til sigurs. Dómarar áttu virkilega erfitt með að velja sigurvegara en tvö atriði stóðu upp úr. Hópurinn Kók og Kavíar úr félagsmiðstöðinni Frosta var annar sigurvegara. Þeir Daði, Jökull og Kolbeinn sömdu lag á staðnum um spagettí eftir tillögur frá áhorfendum. Seinni sigurvegarinn var Hekla úr félagsmiðstöðinni 105. Hún tók lagið A thousand years með Christinu Perri og negldi það. Við erum alveg einstaklega stolt af öllum sem tóku þátt og áhorfendunum sem hvöttu alla til dáða. Greinilegt er að unglingar í Tjörninni búa yfir heilum helling af allskonar hæfileikum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt