Sumarstarf Tjarnarinnar fyrir börn fædd 2007-2009

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið

Sumarstarf Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar bjóða upp á skemmtilegt og skapandi sumarstarf í hverfinu í sumar. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af smiðjum og vikunámskeiðum fyrir börn fædd 2007-2009.

Vikunámskeiðin eru hálfan daginn er ýmist fyrir eða eftir hádegi. Á námskeiðunum gefst börnum færi á kafa aðeins dýpra í þemað í fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu frístundaleiðbeinenda. Smiðjur er heiti á frístundatilboði sem varir í 2,5 klst – 4 klst í eitt skipti í senn. Boðið verður upp á 15 fjölbreyttar smiðjur frá 10. júní til 2. júlí á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, ýmist fyrir eða eftir hádegi.

Í lok sumars verður farið í skemmtilega dagsferð á Akranes þar sem að meðal annars verður farið í sund og notið skógræktarinnar á Akranesi. Skráning í starfið miðvikudaginn 13.maí kl 10:00. Skráning fer fram á sumar.fristund.is.

Námskeiðin sem í boði verða eru eftirfarandi:

Larp og ævintýri 15.-19.júní kl. 09:30-12:00 í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla og 29.júní-3.júlí kl. 13:00-15:30 í Tjörninni, Vesturbæ.

Hefur ykkur alltaf dreymt um að fara í alvöru ævintýraferð? Vopnuð sverðum, skjöldum og galdramætti höldum við á vit ævintýranna og kynnumst LARP heiminum betur. LARP stendur fyrir Live Action Role Playing. Í LARPi getur allt gerst, við sköpum sögu okkar saman, persónur, búninga og vopn og förum í ferðalag í Öskjuhlíðina þar sem náttúran verður sögusvið og vígvöllur okkar.

Rafíþróttir og leikir 15.-19.júní kl. 13:00-15:30 og 29.júní-3.júlí kl. 09:30-12:00 í rafíþróttaveri Gleðibankans í Hlíðaskóla.

Langar þig að kynnast tölvuleikjum sem íþrótt? Námskeið þar sem við förum yfir hvernig er hægt að æfa tölvuleiki, kynnast þeim betur og gera það að alvöru íþrótt. Á hverjum degi verður einnig farið í leiki og hreyfingu auk tölvuleikjanna.

Leiklist og framkoma 22.-26.júní kl. 09:30-12:00 í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla.

Blundar í þér lítill leikari? Hefurðu gaman af því að skapa? Finnst þér erfitt að tala fyrir framan hóp af fólki ? Á leiklistar og framkomunámskeiðinu verður farið í hina ýmsu upphitunarleiki ásamt því að snerta á nokkrum formum hins sjarmerandi spuna. Sköpunarkrafturinn verður nýttur til hins ýtrasta og fær að njóta sín í botn. Við munum einnig styrkja okkur í framkomu og fara örlítið út fyrir þægindarammann okkar því þar fyrst gerast töfrarnir. Mælum með að mæta í þægilegum fötum og með opinn hug á þetta námskeið.

Orka og útrás 22.-26.júní kl. 13:00-15:30 í Tjörninni, Vesturbænum.

Finnst þér gaman að vera úti og gera skemmtilega hluti? Langar þig að lenda í ævintýrum með skemmtilegu fólki? Komdu með í sumarfjörið! Við ætlum að hjóla, synda og leika okkur. Dagarnir verða viðburðaríkir og stútfullir af stuði! Það er nauðsynlegt að mæta á hjóli alllt námskeiðið, vera með sundföt, aukaföt, nesti og vatnsbrúsa í bakpokanum. Ekki hika við að skrá þig, við hlökkum til að sjá þig!

Smiðjurnar sem í boði verða eru:

Master chef – 10.júní kl. 10:00-14:00 haldið bæði í Tjörninni og Spennistöðinni.

Öldulaugin á Álftanesi – 11.júní kl. 10:00-14:00 í Spennistöðinni.

Vísindasmiðja – 12.júní kl. 10:00-14:00 í Tjörninni.

Aðeins meira en bara spurningakeppni – 15.júní kl. 13:00-15:30 í Spennistöðinni.

Brjóstsykursgerð – 16.júní kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Hjólaævintýri – 18.júní kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Tie dye og varúlfur – 22.júní kl. 13:00-15:30 í Spennistöðinni.

Hönnun og sköpun – 23.júní kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Kókoskúlukaraoke – 24.júní kl. 13:00-15:30 í Spennistöðinni.

Ninja ratleikur – 25.júní kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Stökkbrettadagur í Sundhöllinni – 29.júní kl. 13:00-15:30 í Spennistöðinni.

Vatnsbyssustríð – 30.júní kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Slip ´n´ slide – 1.júlí kl. 13:00-15:30 í Spennistöðinni.

Ættbálkurinn (survivor keppni) – 2.júlí kl. 09:30-12:00 í Tjörninni.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt