Sumarfrístund fyrir börn fædd 2013-2016.

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Frístundaheimili Tjarnarinnar bjóða upp á þjónustu í sumarfrístund frá og með 09. júní til og með 18. ágúst fyrir börn fædd 2013-2016. Lokað er vegna sumarleyfa frá og með 10.07. til og með 07.08. Skráð er viku í senn í sumarfrístund en opnunartími sumarfrístundar er frá kl. 8:30 til 16:30.

Í sumarstarfi frístundaheimila Tjarnarinnar er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikið er lagt upp úr því að nýta umhverfið nær og fjær til útiveru og að veita börnunum tækifæri á að kynnast því sem borgin og nánasta umhverfi hennar hefur upp á að bjóða. Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og mikil metnaður er settur í það að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni með eins góðum fyrirvara og hægt er.

Skráð er fyrir viku í senn og er lokað fyrir skráningu kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.  Allar umsóknir fara á bið þar til staðfesting berst frá frístundaheimili um að barn sé komið með pláss þannig að foreldrar og forsjáraðilar eru beðin að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Börn sem sækja vetrarfrístun í því frístundaheimili sem tilheyrir grunnskóla þeirra eiga forgang að sumarfrístund á því frístundaheimili. Ef hætta á við þátttöku á námskeiði þarf foreldri að afskrá viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu í samræmi við uppsagnarskilmála, en foreldrum er bent á að kynna sér uppsagnarskilmála í sumarfrístund vel, en þá þarf að samþykkja sérstaklega til að umsókn um sumarstarfrístund sé gild.

Umsóknir barna sem ekki eru í forgangi að viðkomandi frístundaheimili eru í síðasta lagi afgreiddar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

Frístundamiðstöðin áskilur sér rétt til þess að sameina námskeið ef þátttaka á hverjum stað er ekki næg og verða forráðamenn þá látnir vita um breytingar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

Frístundaheimili sem bjóða upp á Sumarfrístund: 

Daumaland við Austurbæjarskóla , Barnónsstíg 32, 101 Reykjavík, sími 411-5570 og 695-5062

Netfang: draumaland@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/draumaland-2/

Eldflaugin við Hlíðaskóla, Hamrahlíð 2, 105 Reykjavík, sími 411-5560 og 699-7615

Netfang: eldflaugin@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/eldflaugin/

Frostaheimar, safnfrístundaheimili f. börn í 3. og 4. bekk í Vesturbæ,  Frostaskjóli 6, 107 Reykjavík, sími 411-5740 og 695-5083

Netfang: frostheimar@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/frostheimar-2/

Halastjarnan við Háteigsskóla, Háteigsvegi 5, 105 Reykjavík, sími 411-55880 og 663-6102

Netfang: halastjarnan@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/fristundaheimilid-halastjarnan/

Selið við Melaskóla, Hagamel 1, 107 Reykjavík, sími 411-5720og 695-5061

Netfang: selid@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/selid/

Skýjaborgir við Vestubæjarskóla, Vesturvallargötu 10 Reykjavík, sími 411-5730 og 695-5053

Netfang: skyjaborgir@rvkfri.is

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-skyjaborgir/

Undraland við Grandaskóla, Keilugranda 12, 107 Reykjavík, sími 411-5710 og 695-5054

Netfang: undraland@rvkfri.is

Vefsíða:  https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-undraland/

Skráning hefst 25. apríl kl. 10:00 hér 

Gjaldskrá fyrir sumarfrístund má finna hér

Veittur er 20% systkinaafsláttur af grunngjaldi.

Sérstök athygli er vakin á uppsagnarskilmálum, sem lesa má um hér og að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi.

Nánari upplýsingar má nálgast á hverju frístundaheimili fyrir sig (sjá upplýsingar hér að ofan) eða hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni í síma 411 5700, á vefnum okkar https://tjornin.is eða með því að senda póst á tjornin@rvkfri.is

Veittur er 20% systkinaafsláttur af grunngjaldi.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt