Sumarfrístund fyrir börn fædd 2012-2015.

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Sumarfrístund fyrir börn fædd 2012-2015.

Frístundaheimili Tjarnarinnar bjóða upp á þjónustu í sumarfrístund frá 09. júní til 18. ágúst, utan 11. júlí til 01. ágúst, þegar lokað verður vegna sumarleyfa starfsfólks.  Fyrstu vikuna eftir sumarlokun eða 02.-05. ágúst, sameinast öll frístundaheimili Tjarnarinnar í frístundaheimilinu Draumalandi við Austurbæjarskóla en starfsfólk í þeirri viku kemur úr öllum frístundaheimilunum okkar þ.a. að öll börnin sem sækja frístundaheimili Tjarnarinnar munu sjá a.m.k. eitt kunnuglegt andlit í Draumalandi þá vikuna.

Dagskrá Frostheima í Vesturbænum er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn og er fjölbreyttari og meira krefjandi en dagskráin fyrir yngri aldurshópinn, sem miðar frekar að því að vera í nærumhverfinu og  fást við einfaldari viðfangsefni. Börnum í 3. og 4. bekk í Miðborg og Hlíðum stendur til boða að nýta þjónustu Frostheima á sumrin, en einnig geta þau sótt þjónustu í sitt vanalega frístundaheimili á sumrin, enda þjóna þau 1.-4. bekknum jafnt að sumri sem vetri. Sérstök áhersla er lögð á það að brjóta upp daginn fyrir börnin í 3. og 4. bekk í Miðborg og Hlíðum með því að aldursskipta hópnum náist næg þátttaka í þeim aldurshópi, en með því móti er hægt að bjóða þeim upp á fjölbreyttari og meira krefjandi viðfangsefni og leyfa þeim stundum að vera í annarri dagskrá en yngri börnin.

Í sumarstarfi frístundaheimila Tjarnarinnar er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikið er lagt upp úr því að nýta umhverfið nær og fjær til útiveru og að veita börnunum tækifæri á að kynnast því sem borgin og nánasta umhverfi hennar hefur upp á að bjóða. Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og mikil metnaður er settur í það að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni með eins góðum fyrirvara og hægt er. Eins getur verið að eftirspurnin eftir plássum í sumarfrístund sé meiri en framboðið en í þeim tilvikum gefst foreldrum kostur á að skrá sig á biðlista og höfum við þá samband um leið ef pláss losnar, en vert er að benda á að í sumarstarfi geta foreldrar einnig skráð barnið á annað frístundaheimili en það sækir yfir vetrartímann til að tryggja sér þjónustu. Foreldrum er bent á að kynna sér uppsagnarskilmála í sumarfrístund vel, en þá þarf að samþykkja sérstaklega til að skráning í sumarstarfið sé gild.

Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 9.00–16.00 og er innheimt fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma sem nýttur er utan kl. 9.00–16.00 (sjá nánar í hlekk á verðskrá hér)

Vistunartími í boði:

Kl. 8.00–16.00    Kl. 9.00–16.00    Kl. 9.00–17.00    Kl. 8.00–17.00

Skráning hefst þriðjudaginn 26.04. kl. 10:00 á sumar.fristund.is.

Frístundaheimili sem bjóða upp á Sumarfrístund:

Draumaland v./ Austurbæjarskóla, 411-5570, 695-5062, https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/draumaland-2/, draumaland@rvkfri.is

09.-10. júní: Draumalandsdagar (2 dagar)

13.– 16. júní: Miðbæjarvapp (4 dagar)

20.– 24. júní: Leikjavika

27. júní – 1. júlí: Vatnavika

4. – 8. júlí: Dýravika

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Náttúruvika

15.– 18. ágúst: Menningarvika (4 dagar)

 

Eldflaugin v./ Hlíðaskóla, 411-5560, 699-7615,  https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/eldflaugin/, eldflaugin@rvkfri.is

09.-10. júní: Hverfið okkar (2 dagar)

13. – 16. júní: Íþróttir og leikir (4 dagar)

20.– 24. júní: Þjóðsögur og ævintýri

27. júní – 1. júlí: Umhverfi og útivist

4.– 8. júlí: Hafið og vatn

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Listir og menning

15.– 18. ágúst: Borgin okkar þá og nú (4 dagar)

 

Frostheimar v./ Frostaskjól, 411-5740, 695-5083, https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/frostheimar-2/, frostheimar@rvkfri.is

09.-10. júní: Vesturbæjarvapp (2 dagar)

13.– 16. júní: Krakkahreysti (4 dagar)

20.– 24. júní: Hjólavika

27. júní – 1. júlí: Vatnavika

4.– 8. júlí: Hverfahopp

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Ævintýravika

15.– 18. ágúst: Sæluvika (4 dagar)

 

Halastjarnan v./ Háteigsskóla, 411-5580, 663-6102,  https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/fristundaheimilid-halastjarnan/, halastjarnan@rvkfri.is

09.-10. júní: Hverfið mitt (2 dagar)

13.– 16. júní: Íþróttir og útivist (4 dagar)

20.– 24. júní: Borgarvika

27. júní – 1. júlí: Dýravika

4.– 8. júlí: Vatnavika

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Umhverfis- og auðlindavika

15.– 18. ágúst: Handverksvika (4 dagar)

 

Selið v./ Melaskóla, 411-5720/695-5061/664-7658,  https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/selid/, selid@rvkfri.is

09.-10. júní: Nágrennisvapp (2 dagar)

13.– 16. júní: Vesturbæjarvapp (4 dagar)

20.– 24. júní: Á ferð og flugi

27. júní – 1. júlí: Túristavika

4. – 8. júlí: Vatnavika

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

8.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Menningarvika

15.– 18. ágúst: Brot af því besta (4 dagar)

 

Skýjaborgir v./ Vesturbæjarskóla, 411-5730, 695 5053, 556-4646, https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-skyjaborgir/, skyjaborgir@rvkfri.is

09.-10. júní: Íþróttavika (2 dagar)

13.– 16. júní: Borgarvika (4 dagar)

20.– 24. júní: Dýravika

27. júní – 1. júlí: Vatnavika

4.– 8. júlí: Náttúruvika

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2.– 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8. – 12. ágúst: Ævintýravika

15.– 18. ágúst: Menningarvika (4 dagar)

 

Undraland v./ Grandaskóla, 411-5710, 695 5054,  https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/forsida-undraland/, undraland@rvkfri.is

09.-10. júní: Hverfið okkar (2 dagar)

16. júní: Borgarvika (4 dagar)

20.– 24. júní: Dýravika

27. júní – 1. júlí: Ævintýravika

4.– 8. júlí: Vatnavika

11. júlí – 29. júlí: Lokað vegna sumarleyfa

2. – 5. ágúst: Flandur og Fjör –  Frístundaheimilin sameinast Draumalandi (4 dagar)

8.– 12. ágúst: Náttúruvika

15.– 18. ágúst: Sæludagar (4 dagar)

Skráning hefst þriðjudaginn 26.04. kl. 10:00 á sumar.fristund.is.

Grunngjald fyrir eina viku í sumarfrístund frá kl. 9.00-16.00 er kr. 10.014. Hægt er að velja um lengri vistunartíma gegn sérstöku gjaldi, sem er kr. 2.920 á viku fyrir viðbótarstund. Hægt er að bæta viðbótarstund við  frá kl. 8.00-9.00 og/eða frá kl.16.00-17.00 en sé bætt við viðbótarstund fyrir og eftir grunngjald er greidd tvöföld viðbótarstund.

Sérstök athygli er vakin á uppsagnarskilmálum, sem lesa má um hér og að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á hverju frístundaheimili fyrir sig (sjá upplýsingar hér að ofan) eða hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni í síma 411 5700, á vefnum okkar https://tjornin.is eða með því að senda póst á tjornin@rvkfri.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt