Stuð í Hofinu þrátt fyrir samkomubann!

 í flokknum: Birta á forsíðu, Hofið

Það hefur verið mikið fjör í Hofinu síðast liðnar vikur þrátt fyrir samkomubann. Við höfum átt margar huggulegar stundir innandyra, föndrað, litað, legoað, spjallað heilmikið saman, dansað, sungið, horft á sjónvarp og spilað tölvuleiki.

Við höfum verið dugleg að drífa okkur út þó að veðurguðirnir sýni okkur allar sínar hliðar þessa dagana. Við förum  í gönguferðir og útileikir, ásamt því að á hverjum degi fara tvö börn eða unglingar í ferðir á bílum sem við höfum til umráða.  Til að byrja með nýttum við okkur bókasöfn, kíktum í Perluna og hin ýmsu söfn og í fjölskyldugarðinn. Þegar öllum þeir staðir lokuðu var púður í að finna uppa á skemmtilegum hlutum að gera í ferðum en starfsfólkið tók áskoruninni og staðið sig með príði Við höfum kíkt á kanínurnar Elliðaárdalnum, farið í bíltúr á Akranes, ísbíltúra svo eitthvað sé nefnt. Skrítnir en skemmtilegir tímar.

Hofið er í sérstöðu því hingað sækja börn og unglingar úr 11 skólum og úr mismunandi bekkjum innan skólanna. Nánast öll börnin þurfa því að vera aðskilin og geta ekki hist innan Hofsins samkvæmt reglum um samkomubann, því skerðist þjónustan til muna. Í samstarfi við skilningsríka foreldra, ótrúlega jákvætt og duglegt starfsfólk og frábær börn og unglinga hefur starfið gengið vonum framar og allir átt góða daga.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt