Starfsáætlun 2019-2020 og innleiðing nýrri menntastefnu

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)

Í dag hittust stjórnendur Tjarnarinnar og lögðu drög að starfsáætlun næsta starfsárs 2019-2020. Nú er innleiðing á nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar að hefjast og mjög spennandi tímar framundan.
Á næsta starfsári munum við leggja sérstaklega áherslu á fagmennsku og samstarf, félaga- og tilfinningarhæfni, sjálfseflingu og heilbrigði. Við erum búin að leggja drög að verkefninu „Vaxandi“.

Vaxandi er verkefni sem gengur út á að valdefla börn og unglinga með innleiðingu á hæfniþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar, auka fagmennsku í frístundastarfi, minnka streitu hjá börnum, unglingum og starfsmönnum og auka samstarf milli fagaðila. Með því að mennta og fræða alla starfsmenn og gefa þeim kost á að búa sjálf til verkfæri til að valdefla og styrkja börnin út frá gagnreyndum aðferðum sjáum við fyrir okkur að færa frístundastarfið yfir á næsta plan og auka þannig virðingu og þekkingu á óformlegri menntun.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt