Stafrænn Gleðibanki

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Næstu vikur mun Gleðibankinn halda úti stafrænu starfi. Þetta er svipað fyrirkomulag og við vorum með í samkomubanninu síðast en það hefur margt vatn runnið til sjávar síðan þá og við lært helling í leiðinni. Við höfum því verið að prufa okkur áfram með Discord opnanir en Discord er heimasíða þar sem við hittumst og þar er hægt að hafa nokkur “herbergi” til þess að heimsækja. Eitt herbergið getur verið að spila Fifa, annað að spila borðspil og hvað sem okkur dettur í hug að gera saman. Starfsmenn eru í hverju herbergi til þess að sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Meðfylgjandi er dagskrá fyrstu vikunnar í stafrænum Gleðibanka. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef upp vakna spurningar varðandi þetta allt saman.

Bestu kveðjur

Starfsmenn Gleðibankans

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt