Söngkeppni Tjarnarinnar

 í flokknum: 105

Söngkeppni félagsmiðstöðva Tjarnarinnar fór fram með rafrænum hætti mánudaginn 26. apríl síðastliðinn. Samtals tóku sjö atriði þátt í keppninni þetta árið en keppnin er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés. Tvö atriði voru kosin áfram í úrslit af dómnefnd.

Hekla Margrét Halldórsdóttir úr 9. bekk Háteigsskóla tók þátt og var hún á meðal þeirra tveggja atriða sem komust áfram á Söngkeppni Samfés í ár. Keppnin fer fram sunnudaginn 9. maí næstkomandi á Akranesi.

Við óskum Heklu innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með henni um næstu helgi!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt