Skíðaferð Frosta 2023

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Frosti fór í skíðaferð dagana 17.-18. Mars með 55 unglingum úr níunda og tíunda bekk í Hagaskóla.

Ferðin gekk ótrúlega vel og fengum við gott veður strax á leiðinni úr bænum. Hópurinn var ansi skemmtilegur og gekk vel að skíða í Hlíðarfjalli. 

Þegar búið var að skíða á föstudeginum skelltum við okkur í sund og síðan var frjáls tími þar sem unglingarnir gátu fengið sér að borða. Um kvöldið var farið í leiki og svo að sofa. 

Frágangur í Rósenborg gekk vel um morgunin þó þreytan hafi haft sín áhrif á framkvæmdirnar eins og eðlilegt er í svona mikilli fjörferð. Haldið var beint upp í fjall og klukkan 16:00 var stefnan tekin á Reykjavík. Starfsfólkið er ótrúlega ánægt með hópinn og vill þakka honum fyrir yndislega ferð! 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt