Skemmtileg heilsuvika Halastjörnunnar

 í flokknum: Halastjarnan

Fyrsta sameiginlega þemavika Tjarnarinnar var haldin 20.-24. september og eins og ár hvert var hún tileinkuð heilsu. Heilsa er ótrúlega vítt hugtak sem skilgreina má á mismunandi hátt út frá mismunandi sjónarhornum og var smiðjutafla Halastjörnunnar, sem gefin er út í hverri viku, í takt við það. Við einblíndum á hina ýmsu þætti heilsu, andlega og líkamlega og voru margir skemmtilegir klúbbar í boði. Þrjár vinsælustu smiðjurnar okkar í heilsuvikunni voru, „glimmer og gúrka“, „ég er sko vinur þinn“ og stressboltasmiðja. „Glimmer og gúrka“ smiðjan sló í gegn og var hún tileinkuð bæði gúrku og glimmeri. Í boði var gúrkuvatn, gúrkur á augun, glimmer naglalakk og glimmerpennar. „Ég er sko vinur þinn“ smiðjan var tileinkuð vináttu og teiknuðu börnin fallegar myndir af sér og vini/vinum sínum. Þau töldu upp atriði sem einkenna góðan vin og sögðu þau góða vini m.a. hjálpast að, knúsast, hlusta, hrósa og vega salt. Stressboltasmiðjan var einstakleglega skemmtileg og skemmtu börnin sér vel. Þau bjuggu til mjög flotta stressbolta og var sú smiðja mjög vinsæl. Ekki má gleyma að í þessari sömu viku var alþjóðlegur dagur þakklætis og voru börnin í tilefni þess spurð hvað þau væru þakklát fyrir. Svörin létu ekki á sér standa og voru börnin m.a. þakklát fyrir að vera í skólanum, fjölskyldu sína og vini, að vera til, að læra nýja hluti, vatnið í krananum og fyrir veðrið, en þennan sama dag var appelsínugul viðvörun og börnin fengu að sleppa við útiveru. Næsta sameiginlega þemavika Tjarnarinnar verður haldin í október og er hún tileinkuð vísindum og tilraunum.

Elín Helga Björnsdóttir og Ulrike Schubert

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt