Síðastliðin vika í 100og1

 í flokknum: 100og1

Síðastliðin vika í 100og1

Mánudagur

45 unglingar voru læstir inn í allskonar þemaherbergjum í húsnæði Reykjavík Escape, hver hópur hafði klukkutíma til að leysa allskonar þrautir til að komast út úr læstu herbergjunum! Þvílík stemning, skemmtilegt stress, samvinna og magnaðar frammistöður frá innilæstum unglingum.

Miðvikudagur

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar sameinuðust til að halda Tjörnin hefur hæfileika. 100og1 sendi þrjú glæsileg atriði til keppni sem stóðu sig ótrúlega vel og skemmtu áhorfendum með mögnuðum hæfileikum.

Föstudagur

Rosaleg eftirvænting var eftir gistinótt hjá unglingunum sem var haldin á föstudaginn. Partýið byrjaði klukkan 19:30 og stóð í 12 klukkutíma. Mikil stemning var í gegnum nóttina í allskonar afþreyingu og kvöddum við svo misfersk andlit klukkan 7:30 á laugardagsmorgni.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt