Regnbogahlaup // Rainbow Run

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Gleði barnanna sem hlupu í regnbogahlaupi frístundaheimila Tjarnarinnar miðvikudaginn 25. maí s.l. var ósvikin en það hlupu þau til þess annars vegar að fagna því að nú hafa öll frístundaheimilin okkar lokið vottunarferli hjá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og teljast því regnbogavottuð frístundaheimili og hins vegar til að fagna öllu litrófi mannlegs fjölbreytileika og sýna að það er rými fyrir öll í starfinu okkar. Hlaupið hófst við leikskólann Sæborg en hlaupið var eftir göngustígnum við Ægissíðu að Faxaskjóli, en þegar börnin voru öll komin í rásmark voru þau verðlaunuð með ís og skemmtiatriðum. Á meðan á hlaupinu sjálfu stóð köstuðu starfsmenn marglitu litadufti yfir börnin svo þau voru öll marglit að hlaupi loknu sem er táknræn athöfn til að sýna stuðning okkar við fjölbreytileikann.  Síðan tóku BMX brós og listamennirnir Huginn og Haki við keflinu og skemmtu krökkunum með listum sínum áður en allir héldu aftur heim í hérað helsáttir við frábærlega vel heppnaðan dag enda ekki leiðinlegt að fagna fjölbreytileikanum með þessum hætti. Er óhætt að fullyrða að öll séum við sammála um að þetta verði framvegis árlegur viðburður þannig að við erum strax farin að hlakka til næsta regnbogahlaups.

//

There was joy in the air when the children from the Tjörnin After School centres ran the Rainbow Run in celebration of Tjörnin completing the process of becoming Rainbow Certified After School centres. We celebrate the full spectrum of diversity of people and there is room for everyone within our work.

The run started at Sæborg playschool and the length of the Ægissíða footpath to Faxaskjól. At the finish line children were rewarded with ice cream and entertainment. During the race, staff covered the children with powder of different colour to show our support of diversity. The BMX Bros and musical artists Huginn and Haki entertained the children before the children went home elated after an fun-packed day.

It’s safe to say that we are all in agreement that this will be a yearly event for us and we’re already looking forward to the next Rainbow Run.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt