Rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 10-12 ára 27.-30.apríl

 í flokknum: Birta á forsíðu

Nú er síðasta vika rafrænna félagsmiðstöðva Tjarnarinnar. Starfsfólkið iðar í skinninu að hitta krakkana og hlakka ofboðslega til næstu viku. En þangað til bjóða þau upp á frábærar dagskrár fyrir krakka í 10-12 ára starfinu.

Félagsmiðstöðin 105 í Háteigsskóla er með æðislega dagskrá þessa vikuna. Ekki nóg með það að hvetja til að gera frumsamda spurningakeppni fyrir fjölskylduna þá stinga þau upp á að halda innanhús lautarferð. Víðir yrði nú virkilega sáttur með slíka lautarferð! Hér er slóð á dagskránna hjá 105: https://padlet.com/hundradogfimm/Bookmarks

Félagsmiðstöðin 100&1 í Austurbæjarskóla sendir krakkana í ferðalag um heiminn með hjálp internetsins. Þau hvetja krakkana til að skoða heiminn á google earth. Hver vill ekki klífa Everest fjall í sófanum heima hjá sér? Dásemdar dagskrá hjá 100&1 þessa vikuna. Hér er slóð á dagskránna hjá 100&1: https://padlet.com/100ogeinn/x81sbt39mvbauiru

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn í Hlíðaskóla er glæsileg. Starfsfólkið hvetur krakkana til að læra eitthvað nýtt um fjölskyldu og vini. Þau setja upp spurningar sem hægt er að skrifa á miða og svo geta þátttakendur skiptst á miðum og vonandi lært eitthvað nýtt um hvort annað. Hver veit nema þið getið kynnst ykkur sjálfum upp á nýtt? Hér er slóð á dagskránna hjá Gleðibankanum: http://tiny.cc/nchkmz

Félagsmiðstöðin Frosti í Vesturbænum heldur áfram að gera dúndur dagskrár. Meðal annarra góðra dagskrárliða er að finna bókameðmæli Frosta. Þau hvetja krakkana til að lesa bókina Óstöðvandi – Sara Björk eftir Magnús Örn Helgason. Bókin segir frá lífi og ferli Söru Bjarkar sem var íþróttamaður ársins 2018. Mjög skemmtilegt og fróðlegt að kynnast fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins betur. Hér er slóð á dagskránna hjá Frosta: https://sway.office.com/MY2WGFX30qmU1VWI?ref=Link&fbclid=IwAR09z5UFsTJejFCH9I8erQ-ZLjdxNp7Rsbh-fVnF67Q2UaJxAgg0tZDwsDw

Bara ein vika þar til krakkarnir geta mætt í félagsmiðstöðina og við getum ekki beðið. Njótið dagskránna þangað til!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt