Opið hús fyrir 4. bekk

 í flokknum: Halastjarnan
Miðvikudaginn  20. janúar vorum við með fyrsta opna hús vetrarins fyrir öll börn í 4. bekk í Háteigsskóla, sem við köllum 104. 104 er þróunarverkefni Halastjörnunnar, þar sem við erum að kynna félagsmiðstöðvarstarfið fyrir börnunum í 4. bekk. Verkefnið hefur hins vegar legið í dvala sökum framkvæmda í Hvíta húsi og sóttvarnarreglna vegna covid. Verkefnið er unnið í samstarfi með félgasmiðstöðinni 105 og við leituðumst við að skapa félagsmiðstöðva stemmingu hjá krökkunum. Á staðnum voru því þrír starfsmenn frá Halastjörnunni og einn frá félagsmiðstöðinni 105.
Við héldum opnunarpartý í Hvíta húsi þar sem krakkarnir fengu snakk og hægt var að fara í karíókí og svo gátu krakkarnir tekið myndir á polaroid myndavél. Karíókíið var mjög vinsælt og þar var mikið dansað og sungið. Það var einnig verið að leika sér úti og inni í alls kyns leikjum og sumir nýttu tækifærið þar sem það mátti vera með síma og spiluðu Pokemon go með félögum sínum.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt