Næs nóvember dagskrá // Nice November program

 í flokknum: Óflokkað

Hér kemur sjóðheit nóvember dagskrá nýkomin úr ofninum. Það eru margar nýjungar í nóvember. Fyrst ber að nefna að annan hvern þriðjudag er hægt að bóka stúdíókennslu þar sem unglingar geta lært grunn að upptöku í hljóðveri. Á þriðjudögunum á móti mun Sigrún kenna handtök í saumum og mun vera með áherslu á endurnýtingu og hafa umhverfisvæn sjónarmið að leiðarljósi. Einnig bættum við inn dagskrárliðunum sem duttu út vegna þess að unglingarnir þurftu að sæta sóttkví. Svo er félagsmiðstöðvadagurinn, rímnaflæði og margt margt fleira dásamlegt á dagskrá.

Við hlökkum svakalega til að eiga næs nóvember með unglingunum okkar.

//

Here comes the hot November program fresh out of the oven. There are many new activities in November program. E.g. every other Tuesday the teenagers can book a studio lessons where they can learn the basics of recording in a recording studio. On the other Tuesdays Sigrún will teach sewing and will focus on recycling and environmentally friendly points of view. We also added the program items that dropped out because the teens had to be quarantined. Then there is the youth club day, Rímnaflæði and many more wonderful activities on the agenda.

We are really looking forward to having a nice November with our teenagers.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt