Menntastefnumót

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland
Næstkomandi mánudag verður allsherjar menntastefnumót í Reykjavík. Þá verður starfsdagur í öllu skóla- og frístundastarfi og starfsmenn taka þátt í flottum viðburði. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á skóla-og frístundastarfi til að fylgjast vel með.
Það verða margir fyrirlestrar og meðal annars mun finnski menntasérfræðingurinn Pasi Shalberg fjalla um menntun til framtíðar, Anne Bamford frá Bretlandi mun fjalla um gildi sköpunar, símenntunar og tækni í skóla- og frístundastarfi og Paul Bennet, yfirhönnuðu IDEO mun fjalla um nýsköpun í menntamálum.
Starfsmenn Tjarnarinnar verða einnig með fjölmörg skemmtileg og fræðandi erindi þar sem þau segja frá starfinu. Frístundaheimilið Eldflaugin mun segja frá Stúdíó Eldflaugin sem er verkefni þar sem unnið er með starfærna tækni, það verður ýtarleg umfjöllun um Flotann, samstarfsverkefni frístundamiðstöðva í Reykjavík, við segjum frá verkefninu Vaxandi sem er byggt á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði, tölum um mikilvægi þess að hafa menntaða frístundafræðinga í vinnu, segjum frá bæklingnum Velkominn í frístundaheimilið þitt og margt fleira.
Það verður þvílík veisla í gangi á mánudaginn. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Hér eru hagnýtar upplýsingar:
•Viðburðarsíðan hefur verið opnuð og er slóðin https://menntastefnumot.velkomin.is
•Öll dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar
•Dagskrá sem verður streymt beint frá Silfurbergi verður táknmálstúlkuð
•Vakin er athygli á því að smiðjur og kynningar í rauntíma á TEAMS og ZOOM* eru sérstaklega auglýstar hér á dagskrársíðu
•Á dagskrársíðu verður hægt að nálgast samantekt á upplýsingum um þau erindi sem verða á öðrum tungumálum en íslensku.
•Efnið verður allt aðgengilegt til áramóta þannig að hægt verður að nýta það á starfsdögum sumarsins og haustsins
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt