Lifandi bókasafn í Hinsegin viku
Hinsegin vika Tjarnarinnar er gengin í garð og fyrsti viðburður á dagskrá var lifandi bókasafn. Lifandi bókasafn virkar þannig að við fáum til okkar einstaklinga sem tilheyra hinseginleikanum á einhvern hátt og krakkarnir fá að spyrja þau að öllu sem þau langar að spyrja þau um.
Gestir lifandi bókasafnsins í ár voru Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna 78, María Rut Kristinsdóttir frá Hinseginleikanum og Margrét Pála, velunnari barna og betri heims.
Viðburðurinn gekk ótrúlega vel og magnað að heyra sögur gestanna en öll eiga þau mismunandi sögur og upplifanir.
Við hlökkum til næstu viðburða í Hinsegin viku Tjarnarinnar en á dagskrá er meðal annars hinsegin quiz, partý karaoke með Daníeli Arnars, drag og lip-sync kvöld, sem og fleiri hliðarviðburðir og fræðsla á samfélagsmiðlum.
Gleðilega hinsegin viku öll!