Leiklistarnámskeið fyrir 10-12 ára // Theater course for 10-12 year olds

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn

Vikuna 22.-26. júní héldum við í Tjörninni leiklistar- og framkomunámskeið fyrir 10-12 ára krakka í hverfinu. Námskeiðið gekk vonum framar. Á námskeiðinu var farið í hina ýmsu upphitunarleiki ásamt því að snerta á nokkrum formum hins sjarmerandi spuna og fengu krakkarnir tíma til að semja sitt eigið örleikrit út frá þemum sem þau drógu. Sköpunarkrafturinn var svo sannarlega nýttur til hins ýtrasta og fengu krakkarnir að nýta styrkleika sína í sköpun sinni. Þegar leið á námskeiðið fóru þau í nokkra sjálfstyrkingaleiki og æfingar til að koma auga á kosti sína og hvernig þau gátu nýtt þá í leiklistinni. Hópurinn var stútfullur af leikgleði og var yndislegt að eyða vikunni með hópnum. Þau styrktu sig í framkomu og fóru út fyrir þægindarrammann því þar fyrst gerðust töfrarnir.

//

The week 22-22. june we in Tjörnin held a theater and performance course for 10-12 year olds in the neighborhood. The course was great and exceeded our expectation. In the course they played various warm-up games, as well as learning some improv and giving the kids time to compose their own short plays based on the themes they drew. We used our creativity to the utmost and the kids got to use their strengths in their creativity. As the course progressed, they used several self-reinforcement games and exercises to identify their strengths and how they could utilize them in drama. The group was full of fun and it was wonderful to spend the week with the them. They worked on their performance and went beyond the comfort zone because thats where the magic happens.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt