Leiklist og lagasmíð í Spennistöðinni

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn

Vikuna 27.ágúst-1.júlí héldum við í Frístundamiðstöðinni Tjörninni leiklistar og lagasmíðanámskeið í Spennistöðinni fyrir börn á aldrinum 10-12 ára úr hverfinu.

Námskeiðinu var skipt upp í tvennt, við byrjuðum á leiklistinni fyrri part vikunnar þar sem farið var í allskonar leiklistartengda leiki, upphitunarleiki, hópeflisleiki, einbeitingarleiki og loks endað í spuna.

Seinni part vikunnar einbeittum við okkur að lagasmíðinni, horfðum á fræðslumyndbönd, hlustuðum á mismunandi tónlistarstíla og svo var hópnum skipt upp og farið var í að semja eftir þema og afraksturinn tekinn upp í stúdíóinu okkar. Þar fæddust popplög, barnalög, rokklög og kvikmyndatónlist. Einnig var farið í nokkrar textaæfingar og það var ótrúlega gaman að fylgjast með krökkunum gleyma sér í að skapa.

Námskeiðið gekk ótrúlega vel og á föstudeginum var haldin lítil útskriftarathöfn þar sem öll þau sem kláruðu námskeiðið fengu útskriftarskírteini og kynntu fyrir hópnum hugmyndirnar sínar og sum spiluðu hljóðbrot úr stúdíóinu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt