Landsmót Samfés 2023!
Dagana 6-8 október fór fram Landsmót Samfés 2023 á Akureyri. Við fórum með 4 fulltrúa frá hverju félagsmiðstöð 100og1, 105, Frosta og Gleðibankanum. Landsmótið hófst á föstudeginum og var kosið í ungmennaráð Samfés. Á laugardeginum voru smiðjur í boði og gátu unglingarnir valið sér tvær smiðjur sem þau vildu taka þátt í. Seinna um kvöldið var svo ball þar sem að ca. 300 unglingar komu saman og skemmtu sér. Landsþingið var síðan sett á sunnudeginum og það var skipst á hugmyndum og rætt mikilvæg og skemmtileg málefni. Við þökkum þessum meisturum kærlega fyrir þessa gefandi og lærdómsrík ferð!
Nýlegar færslur