Janúar í Eldflauginni og Tunglinu

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

//
English below

Nú er fyrsta mánuði ársins lokið og starfið komið á fullt á ný. Það sem stóð upp úr þennan mánuð var líklegast fjölbreytileikavikan en í henni vinnum við í Eldflauginni og Tunglinu með fjölbreytileikann á allskonar hátt. Í þessari viku lögðum við áherslu á að við erum öll mismunandi og einstök á okkar hátt. Við vorum til dæmis með smiðjur með leikjum þar sem unnið var með fjölbreytileikann dæmi um einn leik er að börnin áttu að sitja í hring og segja einn einstakan hlut um sig og ef það átti við annað barn átti það barn að setjast fyrir framan barnið sem sagði hlutinn. Með þessum leik er sniðugt að kenna börnunum að við erum öll einstök en við getum líka átt margt sameiginlegt með öðrum. Annað sem við gerðum í þessari viku var að prenta út hverja grein fyrir sig úr barnasáttmálanum og hengja víðsvegar um frístundarheimilið svo að börnin hafi aðgang að upplýsingum um sín réttindi og var mikið spurt út í það af hverju þessar myndir voru komnar upp um alla veggi. Út frá þessum greinum sem við vorum búin að klippa út bjuggum við til ratleik þar sem að börnin voru pöruð tvö og tvö saman og áttu þau að finna myndirnar og skrifa niður hvað stóð undir myndunum. Ratleikurinn var krefjandi og erfiður en börnin stóðu sig vel að vinna saman og æfa sig í að skrifa og lesa.
Í barnasáttmálanum eru 45 greinar um réttindi barna sem var samþykktur á þingi sameinuðu þjóðanna 1989 og árið 2013 var hann lögfestur hér á landi. En sáttmálinn er alþjóðleg viðurkenning á því að börn í heiminum þurfi sérstaka vernd. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og allir þeir sem að koma að málefnum barna ber að framfylgja þessum samning. Grundvallar atriði sáttmálans eru fjórar greinar og eru þær 2.gr. – öll börn eru jöfn, 3.gr. það sem barni er fyrir bestu, 6.gr. – líf og þroski og 12.gr. virðing fyrir skoðunum annara.
Við klárum síðan þennan mánuð með sparihressing eins og vanalega en í lok hvers mánaðar fá börnin tækifæri til þess að kjósa um hvaða sparihressing verður fyrir valinu. Það er búið að útbúa kosningakassa og hvert barn kemur inn í svokallaðan kjörklefa eða kjörstofu þar sem þau kjósa.

 

The first month of the year has come to an end and everything is getting back to normal after the Christmas. The big thing this month was the week of diversity where we in Eldflaugin and Tunglið teach them about that we are all different and unique. The children could participate in a game where everybody sits in a group and says something unique about themselves and if they other children have that quality; they are supposed to sit in front of the child who made the statement. Another thing we did was having a scavenger hunt about the convention on the rights of the child. The children were split in two and two´s and were supposed to look for the picture of the rights and write it down on a paper. The scavenger hunt was a bit hard, but the children enjoyed it and it gave them an opportunity to practice reading and writing.
The convention on the rights of the child is international agreement that was made in 1989 that they worlds children need protection and it was approved in Iceland in 2013. It includes 45 articles about the rights of children. The main articles are number 2 that says all children are equal, number 3 best interest of the child, number 6 life, survival and development, and number 12 respect for children´s view. We end this month with a special lunch in Eldflaugin where the children get to vote what to eat. We have prepared a box where they put their votes in and they vote in privacy.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt