Írlandsferð Gleðibankans og 100og1

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Ungmenni úr feministaklúbbunum Vigdísi og Beljunni í félagsmiðstöðvunum Gleðibankanum og 100og1 skruppu í ungmennaskiptaferð til Írlands á dögunum þar sem þau hittu fyrir írsk ungmenni úr félagsmiðstöðinni Belvedere Youth Club í Dublin. 

Markmið ferðarinnar var að kynnast félagsmiðstöðvastarfi þar og kynna sér leiðtogahæfni í gegnum hin ýmsu verkefni. Ásamt því að heimsækja Belvedere Youth Club fékk hópurinn tækifæri á að ferðast um Írland en hópurinn gisti meðal annars á sveitasetri með hestum, asna og hundum þar sem farið var í bogfimi, klifur, go kart, ratleik, hópefli og kveikt upp í varðeldi þar sem íslenski hópurinn söng íslensk dægurlög fyrir írska hópinn og það hástöfum. 

Í Dublin heimsótti hópurinn meðal annars sýndarveruleikadeild háskólans í Dublin þar sem þau fengu tækifæri á að leysa alls kyns skemmtileg verkefni í gegnum sýndarveruleika. 

Ferðin var virkilega vel heppnuð og hópurinn tróð sér vel út fyrir boxið og lærði í leiðinni alveg heilan helling. Þau komu reynslunni ríkari heim og voru alsæl með ferðina. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt