Hvatningarverðlaun 2021

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Frosti, Gleðibankinn, Halastjarnan, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið, Selið, Skýjaborgir, Undraland
  • Viltu vekja athygli á gróskumiklu skóla- og frístundastarfi í borginni?
  • Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum
    samstarfsverkefnum í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfinu?
  • Viltu veita fólkinu sem vinnur með börnum í skóla- og frístundastarfinu viðurkenningu og hvatningu?


Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs. Allir geta
tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn,
leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök.
Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og
hvatning til góðra verka.


Alls verða níu verkefni verðlaunuð og skiptast þau jafnt niður á leikskóla, grunnskóla og
frístundamiðstöðvar. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips.
Hvatningarverðlaun fyrir framsækið skóla- og frístundastarf verða afhent á
Menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs sem haldið verður í maí 2021.
Eyðublað og frekari upplýsingar eru á heimasíðu skóla- og frístundasviðs,
www.skolarogfristund.is og er skilafrestur tilnefninga til 22. mars 2021.

Tilnefningar sendist á sfs@reykjavik.is


Tilnefningarblaðið

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt