Heppinn þú sem lest þetta því við erum að bjóða þér að sækja um skemmtilegustu vinnu í heimi!!!

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Selið - VÁ!, Skýjaborgir, Undraland

Frístundaheimili Tjarnarinnar eru að leita eftir starfsfólki til starfa í vetur en við getum bætt við okkur nokkrum metnaðarfullum, ábyrgum, hressum og skemmtilegum einstaklingum. Ef þú ert að leita þér að lifandi og gefandi hlutastarfi eftir hádegi og þig langar að ganga til liðs við hóp starfsfólks sem eru snillingar í að gera  vinnudaginn skemmtilegan fyrir sig og krakkana þá skaltu endilega heyra í okkur og sjá hvort þú hneppir ekki hnossið.

Ef þú ert ekki að leita að starfi en þú þekkir barngott, skemmtilegt, ábyrgt, frumlegt og öflugt fólk þú heldur að vilja vinna á ótrúlega skemmtilegum vinnustað hvettu þau þá til að sækja um vinnu hjá okkur.

Við bjóðum upp á störf almennra frístundaleiðbeinenda og frístundaleiðbeinenda með stuðning en hægt er að ráða sig í 20-50% hlutastarf eftir hádegi. Starfið hentar mjög vel fyrir háskólanema og aðra áhugasama sem hafa náð 20 ára aldri og langar að vinna með börnum.

Helstu verkefni og ábyrgð í starfinu:

* Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.

* Leiðbeina börnum í leik og starfi.

* Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.

* Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla

Hæfniskröfur

* Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

* Áhugi á að vinna með börnum.

* Frumkvæði og sjálfstæði.

* Færni í samskiptum.

* Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi.

Við bíðum spennt eftir að þú sækir um vinnu hjá okkur með því að fylla út atvinnuumsókn á vefnum, sjá http://reykjavik.is/laus-storf

Hlökkum til að heyra frá þér og vonandi fá þig í lið með okkur!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt