Heilsa og vellíðan í Eldflauginni

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

Þá er september liðinn og tímabært að líta um öxl og fara yfir allt það sem á daga okkar hefur drifið þennan tíma frá því Eldflaugin hóf vetrarstarfið þetta skólaár. 1. og 2.bekkur kom í Eldflaugina strax við skólabyrjun en 3. bekkur töluvert seinna og 4.bekkur ekki fyrr en í októberbyrjun. Fyrstu dagarnir nýttust í að kynnast þeim börnum sem voru að hefja sinn Eldflaugarferil og hjálpa þeim að ná tökum á starfinu, sem og að koma smiðjunum og fagstarfinu af stað.

Vikuna 19.-23.september var svo fyrsta þemavika vetursins þar sem unnið var með Heilsu og vellíðan. Þá var meðal annars boðið upp á Zumba, unnið með tannheilsu, jóga og slökun, ásamt ýmsu sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu. Það mynduðust margar skemmtilegar umræður, til dæmis hvaða matur gerir tennurnar okkar leiðar og hvaða matur gerir tennurnar okkar glaðar, hvað þýðir „vellíðan“ og hvar líður okkur vel, og ýmislegt fleira áhugavert.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt