Hæfileikar í Gleðibankanum

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gleðibankinn

Í síðustu viku fengum við heldur betur að vera vitni að hæfileikum krakkanna okkar í Gleðibankanum en þá fór fram söngkeppni Tjarnarinnar, danskeppni Samfés og hönnunarkeppni Samfés, Stíll.

Gleðibankinn átti tvo fulltrúa í söngkeppni Tjarnarinnar en það er undankeppni söngkeppni Samfés. Þórir Snær steig á stokk með lagið Take me to church og Valgerður Birna flutti lagið Jolene með Dolly Parton og stóðu þau sig bæði glæsilega.

Dómnefndin valdi síðan tvö atriði sem verða fulltrúar Tjarnarinnar í söngkeppni Samfés og var Valgerður Birna eitt af þeim atriðum. Við hlökkum til þess að styðja hana áfram í stóru keppninni.

Gleðibankinn átti einnig tvo fulltrúa í danskeppni Samfés en Ásdís Fjeldsted keppti fyrir hönd miðstigs og gerði það með glæsibrag. George Ari sem gengur undir listamannanafninu Kzoba kom síðan fram í dómarahléi en hann var valinn efnilegasti rapparinn í Rímnaflæði Samfés. Hann kom einnig fram daginn eftir á Stíl, hönnunarkeppni Samfés.

Við í Gleðibankanum erum svo sannarlega stolt af okkar fólki og hlökkum til þess að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 

Kzoba, Valgerður Birna og Ásdís Fjeldsted

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt