Gleðilegan félagsmiðstöðvadag!

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu

Í dag miðvikudaginn 18. nóvember er hinn árlegi félagsmiðstöðvadagur. Markmið dagsins er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem þar fer fram fyrir börn og unglinga og bjóða áhugasömum að kynnast því. Undanfarin ár höfum við boðið fjölskyldu og vinum í heimsókn til að fá innsýn inn í starfið okkar, þiggja veitingar og taka þátt í fjölbreyttum dagskráliðum. En vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við því miður ekki tök á því í ár. Í tilefni dagsins verðum við með stafræna dagskrá fyrir börn, unglinga og fjölskylduna.

Við verðum með stafrænt Pictionary á Teams fyrir miðstig kl. 16:00 – 17:00. Um kvöldið verðum við svo með spurningakeppni fyrir unglingana og fjölskyldur. Þar verða svo sannarlega verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin.  Allar nánari upplýsingar um báða viðburði hafa verið sendar foreldrum í tölvupósti.

Fyrir öll áhugasöm má sjá örstutt myndband sem gert var af Reykjavíkurborg um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar 105 hér .

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt