Frosti aftur opinn!

 í flokknum: Frosti

Við byrjuðum þetta skólaár með pompi og prakt mánudaginn 22. ágúst og buðum unglingunum að koma á kvöldopnun í Tjörnini. Í boði voru kökur og kræsingar fyrir unglingana ásamt því að við skelltum okkur í skemmtilega leiki og spjall um sumarið sem var að líða. Í ár munu opnanirnar í Frosta eiga sér stað í Tjörninni en einnig verðum við með aðstöðu í Ármúla og verðum með viðveru þar á skólatíma nokkra daga í viku. Við erum mjög ánægð með að hafa aðstöðu nær unglingunum í Ármúla og eiga tækifæri á að hitta þau meira og oftar en einnig munum við vera með viðveru eins og við getum í Hagaskóla. 

 

Breytingar hafa átt sér stað í stjórnendahópnum í ár þar sem tveir nýir aðstoðarforstöðumenn eru byrjaðir í Frosta. Það eru þau Sólrún Klara Þórisdóttir og Sigurhjörtur Pálmason. Sólrún hefur starfað í Frosta síðan haustið 2019 og þar áður hafði hún starfað í Selinu í Melaskóla í sex ár. Sigurhjörtur kemur til okkar úr félagsmiðstöðinni 100ogeinum í Austurbæjarskóla þar sem hann er búinn að vera starfandi í þrjú ár. Brynja Helgadóttir heldur áfram í sinni stöðu sem forstöðukona í Frosta sem hún hefur sinnt síðastliðið ár.

 

En/

 

We started off the school year with a bang on monday the 22th of August and invited the teenagers to an evening in Tjörnin. There were cakes and snacks for the teenagers and we played games and chatted about the summer that just passed. This year the openings in Fosti will take place in Tjörnin but we will also have facilities in Ármúli and be present there during school hours few times a week.

 

There have been some changes in the management team this year, as two new assistant directors have started at Frosti. They are Sólrún Klara Þórisdóttir and Sigurhjörtur Pálmason. Sólrún has worked in Frosti since the fall of 2019, and before that she had worked in Selið in Melakskóli for six years. Sigurhjörtur comes to us from the youth center 100ogeinn in Austurbæjarskóli, where he has been working for three years. Brynja Helgadóttir continues in her position as director of Frosti, which she has held for the past year.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt