Frístundamiðstöðin Tjörnin stofnun ársins 20222022-03-222022-03-22https://tjornin.is/wp-content/uploads/sites/12/2020/10/tjornin-logo-vef.pngTjörninhttps://tjornin.is/wp-content/uploads/sites/12/2022/03/stofunrsins-flk.jpg200px200px
Frìstundamiðstöðin Tjörnin er “Stofnun ársins – borg og bær 2021” í 1.sæti og “Fyrirmyndarstofnun”.
Við erum virkilega stolt af okkar mannauð og þeim starfsskilyrðum sem þeim tekst að móta.
Könnunin Sameykis nær til um 31 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytið og mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á opinbera vinnumarkaðnum.
Spurt er út í níu þætti í starfsumhverfinu: trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.
Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.