Frístundamiðstöðin Tjörnin stofnun ársins 2022

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)
🏆 Frìstundamiðstöðin Tjörnin er “Stofnun ársins – borg og bær 2021” í 1.sæti og “Fyrirmyndarstofnun”.
🏆 Við erum virkilega stolt af okkar mannauð og þeim starfsskilyrðum sem þeim tekst að móta.
🏆 Könnunin Sameykis nær til um 31 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytið og mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á opinbera vinnumarkaðnum.
🏆 Spurt er út í níu þætti í starfsumhverfinu: trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.
🏆 Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.
🏆 Við óskum öðrum vinningshöfum hjartanlega til hamingju og þökkum Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hjartanlega fyrir flottan viðburð og málþing.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt