Fréttabréf 100&1 – Vor 2019 – 13-16 ára

 í flokknum: 100og1

Vorönnin í 100&1

Nú þegar undirbúningurinn fyrir sumarstarfið er að líða undir lok og vetrarstarfinu fer að ljúka er um að gera að líta um öxl og rifja upp hvað gert var á þessari vorönn 2019 í 100&1. 100&1 hélt sínum hefðbundnu opnunartímum og er opinn mánu-, þriðju-, miðviku- og föstudaga fyrir 8.-10.bekkinga. Auk þess bjóðum við upp ýmsa skipulagða hittinga og fundi hjá hópum og klúbbum utan hefðbundins opnunartíma ef þess er óskað af unglingunum.

Í 100&1 er unglingalýðræði og er dagskráin okkar er alltaf búin til af unglingunum. Félagsmiðstöðin safnar nafnlausum hugmyndum á samfélagsmiðlum og svo í lok hvers mánaðar er dagskrárgerð á opnun félagsmiðstöðvarinnar þar sem unglingarnir geta haft áhrif á hvenær og hvernig viðburðir verða. Dagskráin okkar er alltaf fjölbreytt og reynum við að hafa gömlu góðu viðburðina sem slá alltaf í gegn í bland við nýjungar til að lífga upp á tilveruna. Í janúar fórum við í fyrsta skipti í hinn stórskemmtilega leik Night Game sem er ærslafullur rateltingaleikur og tókst virkilega vel til. 100&1 sendi fulltrúa í söngkeppni Samfés, danskeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl. Í febrúar fórum við til Dalvíkur í skíðaferð með félagsmiðstöðvunum 105 og Gleðibankanum og fengum við mögulega besta skíðaveður sem völ er á. Mörgum til mikillar gleði héldum við opnunarhátíð Spennistöðvarinnar og heppnaðist hún með eindæmum vel. Við héldum opið hús þar sem boðið var upp á kökur og kaffi og var foreldrum og forsjáraðilum boðið að koma í heimsókn með börnum sínum og skoða þessi glæsilegu nýju húsakynni. Einnig í mars fór hópur unglinga á Samfestinginn og voru 100&1 til fyrirmyndar. Tjörnin bauð upp á í fyrsta skipti tónlistarsmiðjur sem hluta af barnamenningarhátið í apríl undir heitinu Taktlaus tónlistarvika. Vikan tókst virkilega vel og endaði með uppskeruhátíð í lok vikunnar þar sem boðið var upp á hljóðlátt diskó eða silent disco eins og það heitir á ensku. Maí lítur afskaplega vel út og munum við halda okkar fyrstu gistinótt í nýju Spennistöðinni og fá fræðslu frá Hugrúnum geðfræðslufélagi svo eitthvað sé nefnt.

Við í 100&1 erum orðin alveg ofboðslega spennt fyrir sumrinu og hlökkum til að ljúka þessum dásamlega vetri með stæl og sigla glöð inn í sumarið. Hægt er að lesa um sumarstarf Tjarnarinnar neðar í fréttabréfinu.

The spring semester in 100&1

Now that the preparations for the summer program are coming to an end and the winter is about to finish it is the perfect time to look back and review what was done in the spring of 2019 in 100&1. 100&1 held their regular opening hours and is open Monday, Tuesday, Wednesday and Friday for 8th-10th grade. In addition, we offer a variety of organized meetings and gatherings with groups and clubs outside the traditional opening hours if requested by the teenagers.

In 100&1 we have youth democracy and our program is always created by the teenagers. The youth club collects anonymous ideas on social media, and so at the end of each month we make the program on one of the openings in 100&1 where the teenagers can influence when and how events will be. Our program is always diverse and we try to have a good mixture of the  good old events that are always a success and new things that we have never tried before. In January we played for the first time the fun game Night Game which is a game of chasing and seeking all over town and it was great. 100&1 sent representatives to Samfés singing competition, the Samfés dance competition and the design competition Stíll. In February we went to Dalvík for a ski trip with the youth clubs 105 and Gleðibankinn and we had the best skiing weather possible. Many were delighted that we were finally able to open Spennistöðin. We had an open house with cakes and coffee were offered, and parents and guardians were invited to visit with their children and look at this grand new housing. Also in March, a group of teenagers went to Samfestingurinn and made us proud with great behaviour. Tjörnin offered for the first time music workshops as part of the children’s culture festival in April under the name Offbeat music week. The week was great and ended with a festival at the end of the week where the teenagers got to try out silent disco. May looks great and we will have our first sleepover in the new Transformer Station and get some lecture from Hugrún Psychological educational Society to name a few.

We in 100&1 have become quite excited for the summer and are looking forward to completing this wonderful winter with style and sailing happily into the summer. You can read about the summer program below in the newsletter.

 

Reglur og verkferlar í 100&1

Í 100&1 gilda sömu reglur og almennt í félagsmiðstöðvastarfi hjá Reykjavíkurborg.Í starfinu gildir að sjálfsögðu almenn regla um að koma fram af virðingu og vinsemd við starfsfólk, börn og unglinga. Einnig óskum við eftir því við börn og unglinga að þau gangi vel um húsnæði og eigur félagsmiðstöðvarinnar. Tóbak, áfengi og aðrir vímugjafar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Við óskum einnig eftir því við unglingana að neyta ekki orkudrykkja í félagsmiðstöðinni.

Við reynum að nálgast öll mál sem upp koma af varkárni og væntumþykju og reynum að vinna úr þeim í samstarfi við börn/unglinga og foreldra. Við stefnum öll að sama markmiði, að börnin okkar og unglingarnir fá tækifæri til að líða vel, njóta lífsins og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Rules and operations in 100&1

The same rules apply in 100&1 as in general youth clubs in the City of Reykjavík.

In 100&1 it is of course a rule to treat everyone; the staff, children and teenagers with respect and kindness. We also ask that children and teenagers take good care of the housing and belongings of 100&1. Tobacco, alcohol and other drugs are, of course, strictly forbidden in any of the activities in the youth club. We also don´t allow the teenagers to consume energy drinks in the youth club.We try to approach all issues with cautiousness and care and we try to resolve them in cooperation with children/teenagers and parents. We all aim for the same goal that our children and teenagers have safe space to feel good, enjoy life and become the best version of themselves.

Sumarstarf Tjarnarinnar

Eins og undanfarin ár verður frístundamiðstöðin Tjörnin með æsispennandi sumarstarf í boði fyrir aldurinn 10-16 ára. Starfið hefst þann 11.júní og verður úr nægu að velja. Tjörnin mun halda úti tveimur svokallandi fljótandi félagsmiðstöðvar, önnur í Miðborg og Hlíðum og hin í Vesturbænum. Auglýst verður á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna hvar þær verða hverju sinni og hvað verður í boði. Rúsínan í pylsuendanum er svo útilegan sem að farið verður í lok sumars og gist þar í eina nótt.

Summer in Tjörnin

As in recent years, Tjörnin leisure center will offer an exciting summer program for the age of 10-16. The program starts on June 11th and will be filled with things to do. Tjörnin will have two so-called floating youth clubs, one in Miðborg and Hlíðar and the other in Vesturbær. We will advertise on our social media sites what will be doing and what will be available for the teenagers. The cherry on top will be our famous overnight camping trip that we will go on by the end of summer.

 

Hvað eru mætingastig?

Eflaust hafa einhverjir heyrt um mætingastig sem unglingarnir geta safnað sér í félagsmiðstöðinni. Með mætingastigum gefst unglingum kostur á að safna sér mætingarstigum með því að mæta á opnanir, skipuleggja viðburði, stofna klúbb, halda klúbbakvöld, taka þátt í ungmennaráði Tjarnarinnar eða taka þátt í öðru starfi félagsmiðstöðvarinnar. Með þessu viljum við gefa þeim unglingum sem taka hvað mestan þátt í starfi 100&1 tækifæri til að fá forgang í ferðir, gistinótt eða á stærri viðburði með takmörkuðum miðafjölda. Á viðburðum á vegum Samfés er einnig óskað eftir því að félagsmiðstöðvar mæti með unglinga sem starfsfólkið þekkir vel, vegna öryggisráðstafana. Þetta kerfi er tilraun til að finna sanngjarna leið til að ákvarða hverjir komast að þegar takmarka þarf fjölda þátttakenda.

What are attendance points?

Some of you have probably heard about the attendance points the teenagers can collect in the youth club. To collect points the teenagers can attend openings, organize events in the youth club, start a club, hold a club event, participate in the Youth Council in Tjörnin or participate in any kind of events or meetings the youth club has going on. With this we want to give the teenagers who participate the most in 100&1 the opportunity to get priority for trips, overnight stays or larger events with limited tickets. At the events of Samfés, it is also requested that youth club shows up with teenagers that the employees know well for security measures. This system is an attempt to find a reasonable way to determine who will get tickets when the number of participants needs to be limited.

Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið spurningar eða athugasemdir um starfið. Einnig þætti okkur vænt um ef þið mynduð heyra í okkur ef barnið ykkar stendur höllum fæti félagslega, þarf sérstaka hvatningu/stuðning eða ef vinavandamál koma upp í hópnum svo við getum aðstoðað alla eftir bestu getu.

Kveðja,
starfsfólk 100&1.

Please contact us if you have questions or comments about 100&1. Also, we would appreciate it if you would contact us if your child has any social problems, if the child needs motivation/support or if it has a problem with friends so that we can serve everyone the best way possible.

Best regards,
The staff in 100&1.

Endilega fylgið okkur á facebook: https://www.facebook.com/felagsmidstodin100og1/

Please follow us on facebook: https://www.facebook.com/felagsmidstodin100og1/

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt