Framundan í Gleðibankanum

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Landsmót Samfés fyrir unglinga verður haldið á Akureyri frá 6. til 8. október næstkomandi. Í ár munu fjórir fulltrúar frá Gleðibankanum taka þátt í viðburðinum ásamt fulltrúum frá öðrum félagsmiðstöðvum um land allt. Þau munu gista í Brekkuskóla með öðrum félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar, þar á meðal 100og1, 105 og Frosta.

Landsmótið veitir fulltrúum úr mismunandi félagsmiðstöðvum tækifæri til að hittast, skiptast á hugmyndum og taka þátt í ýmsum viðburðum. Markmiðið er að þau öðlist reynslu og myndi sér skoðanir sem þau geta síðan innleitt í sína eigin félagsmiðstöð. 

Landsmótið hefst seinnipartinn á föstudeginum með setningu Landsmóts, þar á eftir fara fram kosningar í Ungmennaráð Samfés og kynningar. Á laugardeginum verða síðan valdeflandi umræðusmiðjur og afþreyingasmiðjur. Fulltrúar geta valið sér smiðjur sem þeim líst best á og um kvöldið er síðan ball.

Viðburðinum lýkur á sunnudeginum með Landsþingi ungs fólks, þar sem áhersla er lögð á að auka lýðræðislega þátttöku meðal íslenskra unglinga. Markmiðið er að tryggja að rödd yngri kynslóðarinnar heyrist og þau hafi vettvang til þess að ræða mál sem snúa að þeim.

Við í Gleðibankanum hlökkum mikið til landsmótsins!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt