Flotinn – flakkandi félagsmiðstöð / Roaming Youth Centre

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð, Hofið

Í sumar munu félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík halda úti flakkandi félagsmiðstöð sem hefur fengið nafnið Flotinn. Starfmenn félagsmiðstöðva verða í vettvangsvinnu og munu tengjast unglingum í hverfum borgarinnar. Flotinn er viðbót við almennar félagsmiðstöðvar sem starfa í hverfum borgarinnar á vegum frístundamiðstöðva. Flotinn starfar þvert á borgina og er ekki bundinn við eitt ákveðið hverfi.

Í reglum um félagsmiðstöðvar kemur fram að félagsmiðstöðvar sinna reglulega vettvangsstarfi innan og utan opnunartíma félagsmiðstöðva í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga með það að markmiði að styrkja félagslega stöðu unglinga og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi.

Flotinn mun standa fyrir uppákomum úti við, vera til staðar fyrir unglingana, fylgjast með óæskilegri hópamyndun og fara í heimsóknir til unglinganna í félagsmiðstöðvar og í Vinnuskólann. Starfsmenn Flotans verða í merktum fatnaði til auðkenningar.

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa eftir starfsskrá frístundamiðstöðva , menntastefnu Reykjavíkurborgar og stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 . Einnig starfa félagsmiðstöðvar eftir forvarnarstefnu borgarinnar.

Leiðarljós í frístundastarfi eru virk þátttaka, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

Gildi í frístundastarfi félagsmiðstöðva er þríþætt, forvarnargildi, menntunargildi og afþreyingargildi og unnið er með nokkra lykilfærniþætti sem eru sterk sjálfsmynd, umhyggja, félagsfærni, þátttaka og virkni.

Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er ein af aðgerðum frístundastefnu þar sem félagsmiðstöðvar eiga að hafa frumkvæði að samstarfi innan hverfa og milli hverfa til að bregðast við áhættuhegðun unglinga, setja af stað vinnu sem miðar að því að stemma stigu við brotthvarfi úr skipulögðu frístundastarfi og skapa aðstæður til að koma betur til móts við unglinga með annað móðurmál en íslensku. Félagsmiðstöðvar vinna í góðu samstarfi við unglinga, foreldra, þjónustumiðstöðvar, lögreglur og aðra sem að koma að uppeldisumhverfi unglinga.

Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er nýsköpunarverkefni byggt á starfsaðferðum granna okkar Svía en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa kynnt sér vettvangsvinnu meðal annars í Lundi og Gautaborg.

//

In summer, the youth centres in Reykjavík operate a roaming youth centre which has is called Flotinn Staff will be working in the field and connect with children in the city‘s districts. Flotinn operates across the city and is not bound to a particular area.

The regulations regarding youth centres state that youth centres regularly engage in activities both within and outside of their opening hours this is with a view to foster protective factors and limit the risk factors with a goal of strengthening the social status of young people and the creation of conditions in which they can enjoy their youth in a safe environment

Flotinn will host outdoor events, be there for young people, monitor the undesirable forming of groups and visit the teenagers in the youth centres and Vinnuskólinn. Flotinn staff will be in marked clothing for easy identification.

Reykjavík‘s Youth Centres work according to the guidelines for recreation centres,  the City of Reykjavík Education Policy and Recreational Service Policy 2025 . Youth centres also work according to the Prevention Policy.

The guiding lights of recreational work are active participation,  Leiðarljós í frístundastarfi eru virk þátttaka, experiential learning, democracy and human rights. A special consideration is taken towards individuals that require particular encouragement or support due to disability or social status. Youth work is inherently preventative that involves working with the attitude and direction of young poeple towards a healthy lifestyle and active participation in society.

The values in our youth work are threefold: prevention, education and recreation. We also work with several key competencies which are strong self-image, caring, social skills, participation and being active.

Flotinn , the roaming youth centre is the result of one of the points of the Recreational Policy whereby youth centres initiate cooperation within and in between districts to respond to risk behaviour amongst teenagers,  to work towards preventing absence from organised activities and creating an environment to better accommodate young people with a first language other than Icelandic. Youth centres work in cooperation with young people, parents, Félagsmiðstöðvar vinna í góðu samstarfi við unglinga, foreldra, local service centres, police and others that play a part in the upbringing of young people.

Flotinn, roaming youth centre is an innovation project built on the methods of our neighbours in Sweden. City of Reykjavík staff studied field work in Lund and Gothenburg amongst others.

Tjörnin Recreation Division oversees Flotinn.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt