Félagsmiðstöðvadagurinn í 105

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Þann 18. nóvember síðastliðinn var hinn árlegi félagsmiðstöðvardagur haldinn hátíðlegur. Á þessum degi hafa félagsmiðstöðvar landsins haft þann sið að taka á móti fjölskyldum í heimsókn og kynnt störf sín í bland við skemmtilega dagskrá. Þar sem að ekki voru aðstæður til að fá fólk í heimsókn í félagsmiðstöðina þetta árið að þá var dagskráin með öðruvísi sniði að þessu sinni.

Í 105 voru haldnir stafrænir viðburðir fyrir miðstig, unglingastig og þeirra fjölskyldur.

Miðstig hittist á fjarfundi þennan daginn, spjölluðu saman og spiluðu Pictionary í gegnum vefheima. Stórskemmtilegur viðburður þar sem að mörg listaverkin litu dagsins ljós!

Um kvöldið var svo spurningakeppni haldin í fjarfundarformi á unglingastigsopnunartíma, þar sem allir fjölskyldumeðlimir voru velkomnir. Æsispennandi keppni átti sér stað þar sem að úrslit réðust ekki fyrr en í bráðabana.

Þrátt fyrir óhefðbundinn félagsmiðstöðvadag þetta árið að þá tókst afar vel til. Við hlökkum þó til að geta haldið hann með hefðbundnum hætti að ári liðnu.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt